Búnaðarrit - 01.06.1972, Síða 68
410
BÚNAÐARRIT
að teljast nægilegur fallþungi á tvílembingum, og ein-
sætt er, að N.-Þingeyingar þurfa að einbeita sér að frjó-
seminni, en þeir fá aðeins 153 lömb til nytja eftir 100
ær, en nágrannar þeirra, S.-Þingeyingar, fá sama liaust
173 lömb til nytja eftir 100 ær. Ef N.-Þingeyingar liefðu
fengið eins mörg lömb til nytja eins og S.-Þingeyingar
og fallþungi baldist óbreyttur, þá liefðu þeir fengið
29,1 kg af reiknuðum kjötþunga eftir liverja á, í stað
26,6 kg. Sést á þessu, hve miklu frjósemin veldur. Til
að undirstrika mikilvægi frjóseminnar, er tekinn upp
nýr dálkur í töflu 3, lömb til nytja eftir 100 ær. Flest
lömb til nytja eftir 100 ær eru í S.-Þingeyjarsýslu 173.
Er það 54 lömbum á 100 ær fleira en í þeirri sýslunni,
sem fæst befur lömb til nytja. Munur í afurðum eftir
hverja á í þessum sömu sýslum er 10,4 kg. Það kemur
einnig fram af töflu 3, að þátttaka í félögunum er mjög
mismikil eftir sýslum og í sumum sáralílil. f Gullbringu-
og Kjósarsýslu er ekkert félag starfandi.
Tajla 4. Skrá yfir félagsmann, sem. höfðu 90 œr eða
fleiri á skýrslum og frarnleiddu 22,0 kg af dilka-
kjöti eða meira eftir framgengna á áriS 1968-69.
Tala Nafn og heimili Sauðfjárræktarfélag Tala áa Til nytja að hausti Eftir hverja á
1. Ketill, Baldurslieinii ... Mývetninga 107 182 32.0
2. Jón o.fl., Skútustöðum . . Mývetninga 184 183 31.5
3. Steingrímur, Litluströnd Mývetninga 124 179 30.6
4. Helgi, Grænavatni Mývetninga 127 180 29.9
5. Eysteinu, Arnarvatni .. . Mývetninga 120 176 29.7
6. Jón, Sigurgeir, Gautl. . . Mývetninga 159 185 29.6
7. Pétur, Pórir, Haldursh. . Mývetninga 125 176 29.1
8. Böðvar, Gautlönduin .. . Mývetninga 166 177 29.0
9. SiguriVur, Grænavatni . . Mývetninga 133 171 28.4
10. Jón, Illíðskóguin V.-Bárðdæla 133 178 28.3
11. Baldur, Baldursheiini . . Mývetninga 107 171 28.2
12. Jón, Bláhvamini Reykjahrepps .. . 120 173 28.1
13. Jóliann, Leirhöfn Sléltunga 565 165 27.7
14. Árni, Miðtúni Sléttunga 221 159 27.4