Búnaðarrit - 01.06.1972, Page 73
Nautgripasýningar á
Norðurlandi 1969
Eftir Ólaf E. Stef ánsson og Jóhannes Eiríksson.
Árift 1968 liafði verið frestað sýningum á Norðurlandi
nema í 6 félögum í S.-Þingeyjarsýslu. Ástæðurnar fyrir
frestuninni í Eyjafirði og Hálshreppi var hann við sýn-
ingum vegna liringskyrfis í Eyjafirði, en í Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslum var óskað eftir frestun vegna vor-
harðinda og óvissu um, livort þær yrðu sóttar síðari hluta
sumars. Þessar sýningar voru nú haldnar. Þó varð að
skoða allar kýr í Eyjafirði lieima við, þar sem flutningur
milli bæja var enn bannaður. Við nautgriparæktar-
ráðunautar félagsins vornm háðir á sýningum í Eyjafirði
6.—16. ágúst og unnum í tveimur flokkum að dómum,
Jóliannes Eiríksson í Skagafirði 18.-—21. júní og 6. ágúst,
og í Hálshreppi ]8. s. m., en Ólafur E. Stefánsson í A.-
Húnavatnssýslu 18.—19. s. m. Hlutaðeigandi héraðs-
ráðunautar, formenn félaganna og fleiri voru okkur til
aðstoðar á sýningunum, og jiökkum við Jjeim og bændum
fyrir gott samstarf og fyrirgreiðslu. Sums staðar var komið
sarnan í lok sýninganna og skýrt frá niðurstöðum jieirra,
og Jóhannes Eiríksson skýrði frá heildarniðurstöðum í
Eyjafirði á sérstökum fundi á Akureyri í vetrarbyrjun.
Þátttaka í sýningum og úrslit dóma.
Sýningarþátttaka var í heihl léleg í A.-Húnavatnssýslu,
sæmileg í Skagafirði, en ágæt í Eyjafirði og Hálshreppi.
Alls sýndu 249 aðilar á svæðiuu 1383 kýr og 14 naut, þ. e.
1397 nautgripi. Þar sem gripir voru valdir á sýningarnar