Búnaðarrit - 01.06.1972, Qupperneq 77
NAUTGRIPASÝNINCAR
419
óttar og 0,3% (0,3%) hvítar og grönóttar. Hefur rauði
liturinn vikið að nokkru fyrir kolóttum og svörtum á
svæðinu, einkum í Eyjafirði.
Hymdum kúm fækkar enn. Voru þær 5,4% (6,0% á
öllu 8væðinu á sýningum 1968 og 1969), en 12,5% 1964.
Hníflóttar voru 14,3% (14,5%) og alkollóttar 80,3%
(79,5%). Hefur alkollóttum kúm fjölgað um 9—10%
frá 1964. Þetta er að vísu ekki samsvarandi úrtak og var
á sýningum 1964, en eigi að síður þeir gripir, sem helzt
munu hafa álirif á mótun stofnsins á næstu árum.
Meðalbrjóstmál var 177,5 cm (177,4 cm). Er það ekki
sambærilegt við brjóstmál 1964, sem var að meðaltali
171,4 cm. Þó er sýnilegt, að kýrnar em að stækka, eink-
um í Eyjafirði, þar sem meðalbrjóstmál var 178,2 cm
og S.-Þingeyjarsýslu, þar sem það var 176,3 cm, og er þar
tekið tillit til sýninganna bæði árin 1968 og 1969. 1 Skaga-
firði var meðalbrjóstmál 171,7 cm og 171,4 cm í A.-Húna-
vatnssýslu. Þrjár kýr liöfðu yfir 200 cm brjóstmál, en 53
190 cm og yfir. Var röskur helmingur þeirra undan 4
nautum, þeim Þela N86 (11), Fylki N88 (9), Sjóla N19
(6) og Ægi N63 (6). Mest brjóstmál liafði Rún 35, Nesi
í Grýtubakkahreppi, 202 cm.
Hæstu einkunn fyrir byggingu blutu Grána 34, Skálda-
læk í Svarfaðardal, Lukka 1, Staðarbakka í Skriðuhreppi,
og Gullliúfa 55, Hvannni í Hrafnagilshreppi, allar 87
stig. Yfir 85 stig lilutu 16 kýr.
Nautastofninn.
Þar sem naut S N E á Lundi höfðu verið sýnd 1968, voru
nú aðeins sýnd þar þau naut, sem bætzt höfðu við síðan,
svo og þau, sem til greina komu að hljóta I. verðlauna
viðurkenningu. Ilin sýndu nautin voru á Búfjárræktar-
stöðinni á Blönduósi svo og nokkur í einkaeign, eins og
skýrt liefur verið frá hér að framan. í töflu III sést, hvaða
naut hlutu viðurkenningu. Þar eru þau ættfærð og þeim
lýst.