Búnaðarrit - 01.06.1972, Side 86
428
BÚNAÐARRIT
Eins og sést í frainanskráðri töflu, liafa afurðir Huppu
um 12 ára skeið verið háar og jafnar. Það vekur einnig
athygli, live afar tímasæl liún liefur verið öll árin. Hún
hlaut liáa einkunn fyrir byggingu, en hefur þó fremur
stóra spena og er ívið treg í mjöltun. Kemur hið sama
fram í sumum (lætra liennar.
Yfirlit yfir afurðir dætra Huppu er sýnt liér fyrir neð-
an. Tvær þær elztu eru á Krossum, liin þriöja í Litla-
Árskógi og hin yngsta á Ytra-Kálfskinni. Þrjár hinar elztu
eru alsystur.
Nafn Fædd Faðir Ár Meðalnyt MJólk Feiti kg % Fe Verðl. Stig
Brynja 22 16. 3. ’60 Fylkir N88 6.4 4265 4.32 18423 i. 80.0
Ilýra 23 28. 2. ’61 Fylkir N88 5,6 4914 4.16 20442 i. 82.0
Huppa 40 3. 4.’63 Fylkir N88 3.8 3693 4.52 16692 i. 80.0
Grön 62 13. 4. ’66 Munkur N149 0.5 2509 3.75 9409 iii. 78.0
Eins og sést á þessari töflu eru dætur Huppu afurða-
liáar kýr, og eru þær jafnar milli ára. Þessar 4 systur
höfðu í árslok 1968 mjólkað að meðaltali á ári í 4,1 ár 4405
kg með 4,28% mjólkurfitu, sem svarar til 18840 fe. Að
vísu má segja, að það veiki afkvæmadóminn á Huppu,
að þær eru þrjár undan sama nauti, sem reyndist ágæt-
lega.
Skrauta 16 er fædd 7. júlí 1955, undan Yelli N59 og
Skjöldu 5. Völlur var frá Stóru-Völlum í Bárðardal, sjá
Búnaðarrit 1957, bls. 251, og var notaður hjá SNE. Hann
var í fyrstu afkvæmarannsókninni á Lundi og stóð sig
slaklega, en undan honuin hafa þó komið nokkrar af-
urðaháar kýr, eins og hann átti kyn til. Hvorugt foreldra
Skrautu 16 koma mikið við sögu í nautgriparæktinni.
Sýndar voru með Skrautu 4 dætur liennar. Hlutu 3 I.
verðlaun og 1 II. verðlaun.
Eins og sést í töflunni um afurðir Skrautu einstök ár,
hefur hún lága mjólkurfitu, en er nythá að jafnaði, enda