Búnaðarrit - 01.06.1972, Side 135
NAUTGRIPASÝNINGAR
477
lilutfallslega kúm af 1. gráðu, en fækkar af 4. gráðu. Nán-
ar er skýrt frá nokkrum afrekskúm hér á eftir, þar sem
greint er frá sýningum í einstökum héruðum eða fé-
lögum.
Niðurstöður sýninganna í einstökum félögum
og samböndum.
Starfsemi nautgriparæktarfélaga í V.-Húnavatnssýslu
hefur legið niðri að undanförnu, og voru engar sýningar
lialdnar þar.
A.-H únavatnssýsla.
Deyfð virtist ríkja í nautgriparæktarstarfsemi í sýslunni,
enda þótt þar séu nokkrir áhugamenn í bændastétt bæði
af yngri og eldri kynslóðinni, sem vonandi taka nú liönd-
um saman um að vinna skipulega að þessum málum með
leiðbeiningum liéraðsráðunautar í búfjárrækt, sem nú
liefur verið ráðinn, síðan sýningar voru haldnar.
Sameiginleg sýning var haldin að Hnausum fyrir
SveinsstaSahrepp og Áslirepp og önnur fyrir Torfalœkjar-
lirepp, sama daginn, 18. ágúst. Voru samtals sýndar 25
kýr frá 11 búum. Hlutu 7 þeirra I. verðlaun, 10 II., 4 III.
og 4 engin verðlaun. Daginn eftir stóð til að halda sýn-
ingu á kúm austan Blöndu, en þar sem héraðsráðunautur
taldi, að engir mundu sækja sýninguna, var hún felld
niður.
Þá voru og skoðuð naut Búfjárræktarstöðvarinnar á
Blönduósi, sem stofnuð var 1963 fyrir A.-Húnavatnssýslu
og Skagafjarðarsýslu, en V.-Húnvetningar gerðust síðar
aðilar að henni. Fyrstu árin studdist stöðin að nokkru
leyti við eigin naut, en að nokkru við sæði úr I. verðl.
nautum, sendu reglulega frá Lundi á Akureyri. Eftir að
hringskyrfi kom upp í Eyjafirði, mun stöðin liafa notað
eingöngu eigin naut. Áhrif sæðingamautanna á stofninn
vom farin að koma í Ijós í þeim sýslum, sem stóðu að
stöðinni í uppliafi, en því miður gafst ekki tækifæri til