Búnaðarrit - 01.06.1972, Síða 140
482
BÚNAÐARRIT
urleitur, enda var nautgriparræktarstarfið áður tvískipt
í lireppnum. Nokkuð bar á byggingargölluin, einkum
grófum spenum og ekki nógu vel gerðuni júgrum. Félags-
menn þurfa því að leggja ríka áherzlu á að setja á undan
þeim nautum, sem gefa dætur með gott júgurlag og spena
og eru góðar í mjöltun, svo að áhrifum Bjarka N126 verði
sem fyrst útrýmt úr stofninum. Nokkrar nijög álitlegar,
ungar dætur nauta S N E á Lundi við Akureyri voru
sýndar.
Nautgriparœktarfélag Fellshrepps. Allar kýr, er óskað
var eftir á sýningu, voru sýndar eða 15 talsins af 4 eig-
endurn. Hlutu 7 þeirra I. verðlaun, en 3 þeirra höfðu
hlotið þá viðurkenningu á næstu sýningu áður. Roði frá
Mýrarlóni var faðir að 5 sýndum kúm, og hlutu 2 þeirra
I. verðlaun. Kúaeignin í félaginu hefur minnkað nokkuð,
og eru nú ekki lengur kýr á tveimur bæjum, þar sem
áður voru ágætar mjólkurkýr, og liefðu úrslit sýningar-
innar eflaust orðið mun betri, ef sýndar hefðu verið kýr
frá þeim bæjum. Úrslit sýningarinnar benda þó til þess,
að kúastofninn í félaginu sé góður, enda hefur áður verið
ritað um það í Búnaðarrit, að bændur í félaginu legðu
álierzlu á að eignast kýr af ræktuðum stofni. Tvær kýr
frá Hólsbúinu við Siglufjörð voru sýndar, og eru þær
mjög góðar mjólkurkýr með allgóða byggingu. Einnig
voru sýndar nokkrar ungar dætur nauta á Búfjárræktar-
stöðinni á Blönduósi.
Skoðaðar voru kýr á tveimur bæ jum að auki samkvæmt
ósk héraðsráðunautarins, á einum bæ í Holtsbreppi og
einum bæ í Haganesbreppi, en ekkert félag er starfandi
í þessum hreppum.
Samband nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar.
Nautgripasýningar í Eyjafirði liófust viku af ágúst og var
lokið á 10 dögum. Var farið á bæi, en kúm ekki stefnt
saman, svo sem áður er getið. Störfuðu tvær dómnefndir
samhliða, sums staðar í félagi, en annars staðar skiptu