Búnaðarrit - 01.06.1972, Side 147
NAUTGRIPASÝNINGAR
489
Iléla 1, Skjaldarvík, Glœsibæjarhreppi.
N214. önnur Blettsdóttir á Bakka, Freyja 38, lilaut 85,5
stig fyrir byggingu og I. verðlaun.
Nf. Glœsibœjarhrepps. Þar voru sýndar 88 kýr frá 13
búum, og hlutu 60 I. verðlaun, 23 11. verðlaun og 5 III.
Flestar 1. verðlauna kýrnar voru frá félagsbúinu að Ein-
arsstöðum og Sílastöðum eða 12 alls, 11 frá livoru búinu
að Dagverðareyri og Skjaldarvík, 9 frá Ásláksstöðum og
5 frá Hlöðum. Alls hlutu 12 kýr I. verðlaun af 1. gráðu,
og voru 6 þeirra frá Skjaldarvík. Hæstu einkunn fyrir
hyggingu lilaut Ljóma 51, Hlöðum, 86,5 stig, en af öðrum
kúm, er hlutu háan útlitsdóm, má nefna þessar: Skessu
22, Skjaldarvík, 85,5 stig, Menju 27, Hlöðum, 85,0 stig,
Perlu 10 og Hélu 1, Skjaldarvík, og Freyju 38, Hlöðum,
84,5 stig liver og Kólgu 50, Hlöðum, 84 stig. Sú síðast
nefnda og Perla 10, lilutu II. verðlaun, en hinar I. verð-
launa viðurkenningu.
Afurðir kúabúsins í Skjaldarvík eru mjög miklar á