Búnaðarrit - 01.06.1972, Qupperneq 156
498
15ÚNAÐARRIT
sýningin var lialdin, voru á sæðingarstöðinni á Lundi 16
naut á aldrinum eins til 14 vetra. Höfðu þrjú liin elztu,
Munkur N149, Dreyri N139 og Sokki N146, lilotið I.
verðlaun á sýningum áður. Fyrir árslok 1969 liöfðu þrjú
önnur bætzt í þann lióp, svo sem áður er frá skýrt.
Hálfu ári eftir, að sýningar fóru fram, var sæðistöku
liætt á Lundi, en viðskipti Iiafin við Nautastöð Búnaðar-
félags íslands í Borgarfirði. Höfðu 3 eldri I. verðlauna
nautin frá Lundi verið flutt þangað haustið áður nokkr-
um vikum eftir, að sýningum lauk.
Eins og fram kemur liér á undan, hafa naut lir ýmsuni
sveitum við Eyjafjörð síðan verið valin á Nautastöð Bún-
aðarfélags Islands, og eru naut þaðan uppistaðan í nauta-
stofni stöðvarinnar. Að vísu liáir það mjög nautavalinu,
að garnaveiki hefur orðið vart á ýmsum bæjum í sumum
sveitum héraðsins, og Sauðfjárveikivarnir hafa af þeim
sökum oft synjað um leyfi til flutninga. Er þar um al-
varlegt mál að ræða með tilliti til kynbótaframfara í
landinu. Síðan sýningarnar voru lialdnar, hefur miklu
magni af sæði úr eyfirzkum nautum verið safnað bæði
til notkunar og geymslu, og ljóst er, að á næstu árum
mun áhrifa kynbótastarfs bænda við Eyjafjörð gæta að
meira eða minna leyti um meginhluta landsins. Til þess,
að bændur í sumum liéruðum hagnist á því að fá mjólkur-
lagnari kýr, þurfa þeir ])ó að gæta þess í uppeldi kvígn-
anna og meðferð mjólkurkúnna, að fóðrunin sé í sam-
ræmi við aukna eiginleika til afurðasemi, svo sem gert
er í Eyjafirði.
Suður-Þingeyjarsýsla.
Nf. Hálshrepps. Eins og áður liefur verið skýrt frá, var
þetta eina nautgriparæktarfélagið á starfssvæði Bsb. S.-
Þingeyinga, sem nautgripasýningu hafði verið frestað í
sumarið 1968. Voru sýndar alls 44 kýr frá 11 búum. Hlutu
32 kýr I. verðlaun, 9 II. og 3 III. verðlaun. Hlutu flestar
kýr I. verðlaun á Sólvangi, 11 talsins, en 4 á þessum bæj-