Búnaðarrit - 01.06.1972, Page 157
NAUTGRIPASÝNINGAR
499
um: Hróastöðum, Steinkirkju og Veisuseli. Ennþá ber
mikið á dætrum Randa N52, Sjólasyni frá Bringu í
Öngulsstaðahreppi, sem reyndist ágætlega. Voru 15 eða
nær lielmingur I. verðlauna kúnna undan lionum, en 4
undan Nökkva N155, Fylkissyni frá Rauðuvík á Árskógs-
strönd. Nökkvi var notaður stutt. Voru dætur lians enn
ungar, en mjög álitlegar. Þær hafa sterkar malir, mjög
góða fótstöðu, vel gerð júgur með vel settum spenum
og eru góðar í mjöltun.
Sex kýr hlutu I. verðlaun af 1. gráðu. Meðal þeirra
voru 4 dætur Bröndu 11, Sólvangi, sem nú var dauð,
en liafði lilotiö I. verðlaun árið 1964, en fengið lágan
dóm fyrir byggingu. Eru þrjár liinar elztu undan Randa
N52, en hin yngsta, Frigg 36, undan Nökkva N155. Hlutu
þær allar liáan dóm fyrir hyggingu, en Nökkvadóttirin
beztan. Vitað er urn afurðir 5 dætra Bröndu (ein, dóttir
Glæðis N173, var ekki sýnd), og eru afurðir þeirra að
meðaltali á ári í 5,7 ár 4622 kg mjólk með 4,26% mjólkur-
fitu eða 19691 fe. Eins og að líkum lætur, miðað við
f jölda I. verðlauna kúa á Sólvangi, þá er þar ágætt kúahú,
sem skilar miklum afurðum.
Hæstan dóm fyrir byggingu lilutu Depla 16, Sólvangi,
85,5 stig, Frigg, s. st., 85 stig, Hrefna 13, Veisuseli, 84,5
stig, og Búlöpp 6, Hjarðarholti, 84 stig. Allar eru þessar
kýr I. verðlauna gripir.
Ekkert naut var nú sýnt í félaginu, enda sæðingar að
breiðast út á búnaðarsambandssvæðinu. Enn njóta menn
þess þó, að um langan tíma voru höfð félagsnaut í
Fnjóskadal, sem vandað var til vals á og látin voru lifa
lengi, ef þau reyndust vel. Það var að vísu fyrirhöfn, sem
menn sums staðar á landinu vildu ekki leggja á sig, en
bar ríkulegan ávöxt í afurðasamari kúastofni, þegar vel
var á haldið. Flest mannanna verk ganga úr sér og afskrif-
ast á misjafnlega löngum tíma. Hins vegar skilar hver
nýr ættliður af kynbættu Inifé auknum verðmætum þeim,
sem við taka.