Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 56
50
BÚNAÐARRIT
fjalla um garðyrkjumál og framkvæma úttekt á stöðu garðyrkju hér
á landi, vandamálum og leiða til úrbóta. Er þetta mjög umfangs-
mikið verk, en eigi að síður aðkallandi og nauðsynlegt. Hafa verið
haldnir allmargir fundir og málið á góðri leið, þótt miklu verki sé
enn ólokið.
Fjölda gróðurhúsa teiknaði ég á liðnu ári, bæði fyrir einstaklinga,
bæjarfélög og ýmis samtök. Einnig gerði ég áætlanir um efnismagn
og kostnaðarútreikninga í sambandi við byggingar og hverskonar
tæknivæðingu í garðyrkju. Hinsvegar er skylt að geta þess, að siíkir
útreikningar halda sjaldan lengi óbreyttu gildi í þeirri óðaverð-
bólgu, sem hér er.
Talsvert var byggt af gróðurhúsum á árinu af ýmsum gerðum, s. s.
timburhús, stálhús og hús úr áli. Er það vissulega umhugsunarefni,
að enn skuli byggð gróðurhús, þar sem timbur er notað að marki.
Hér er trúlega sparnaðarhugmynd að baki, en ef horft er fram í
tímann, er síður en svo að um sparnað sé að ræða. Alls voru byggðir
5.650 m2 af nýjum gróðurhúsum á árinu og um 1500 m2 voru
endurnýjaðir. Er það ekki nema rétt til að halda í horfi, því að mjög
mikið er nú að verða af gömlum húsum, sem eru að verða lítt
nothæf.
Ég gerði margar mælingar á lýsingarkerfum hjá garðyrkjubænd-
um. Slík kerfi gerast nú æ algengari og eru algjör forsenda þess, að
menn geti hafið ræktun snemma á ýmsum yrkiplöntum, s. s. tómöt-
um, gúrkum, salati o. s. frv.
Má í þessu sambandi geta þess, að tveir garðyrkjubændur í
Hrunamannahreppi hófu uppeldi ungplantna af tómötum 4. — 7.
des. 1977, og komu fyrstu tómatar um miðjan apríl, að vísu ekkert
magn, en eigi að síður hið fyrsta, sem komið hefir hér á landi. Er
það mjög þýðingarmikið, að sem flestir reyni að fylgja þessu eftir,
því að því fyrr, sem uppskera kemur, því lengra verður upp-
skerutímabil og dreifing jafnari.
Heildartómatauppskera mun nálægt 430 tonn á árinu og
gúrkuuppskera ca. 300 tonn. Þetta er nokkru minna magn en á
fyrra ári, en verð mun hafa orðið öllu hagstæðara. Umfram-
framleiðsla var talsverð, einkum á tómötum, en gúrkusala gekk
yfirleitt vel. Ræktun salats, papriku, gulróta og steinselju fór ívið
vaxandi og gekk sala yfirleitt vel.
Ég fylgdist með flokkun í Sölufélagi garðyrkjumanna svo sem