Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 60
54
BÚNAÐARRIT
föllum af holdagripum frá Hvanneyri í sláturhúsinu í Borgarnesi
23. nóvember.
Ferðalög erlendis. Ég fór í stutta ferð til Skotlands 1. febrúar til
að skoða afkvæmi nautsins Grange Covenanter, sem ætlað var að
nota til sæðinga í Hrísey. Var ferðin farin á vegum nefndar þeirrar,
sem sér um sóttvarnarstöðina þar. Frá flugvellinum í Glasgow fór
ég með Mr. Wilson, ráðunaut, suður til Castle Douglas, en þar í
nágrenninu býr Mr. Biggar, eigandi nautsins, en frá föður hans voru
fluttir hingað árið 1933 Galloway gripir þeir, sem holdanautin hér á
landi eru komin af. Leizt mér vel á nautið, sem ég hafði að vísu séð
áður og enn er í fullri notkun, og dætur þess af þremur árgöngum.
Eru þær þróttmiklar og vel gerðar. Sæði úr Grange Covenanter er
nú notað í Hrísey til að sæða með bæði fullorðnar kýr og blendings-
kvígur. Daginn eftir ók Mr. Wilson með mig norður til Perth, eftir
að ég hafði rætt við Mr. Campbell, yfirmann nautastöðvarinnar í
Southbar nálægt Glasgow. í Newlands við Perth er önnur nauta-
stöð, en þessar tvær eru einu sæðingarstöðvarnar í Skotlandi. Flest
nautin á þeim eru að sjálfsögðu af mjólkurkynjum. Dr. Swanney,
yfirmaður Newlandsstöðvarinnar, sýndi mér nautin. Meðal þeirra
var Galloway nautið Plascow Conquest, mjög álitlegt naut, enda
var erindið á austurströndina að sjá hann. Þetta naut er enn í
prófun. Ég tel, að fá ætti hingað sæði úr því síðar, ef það stenzt allar
prófanir.
Áður en haldið var heim 3. febrúar, gafst mér tækifæri að heim-
sækja aðalstöðvar skozka nautgriparæktarfélagsskaparins um
mjólkurframleiðslu, sem eru í Paisley skammt frá Glasgow. Ræddi
ég þar við Mr. Speight, yfirmann skýrsluhaldsins og ráðunauta-
þjónustu félagsskaparins. Opinbert skýrsluhald um mjólkurafurðir
hófst í Skotlandi árið 1903 eins og hér á Iandi, og voru því liðin 75 ár
frá upphafi þess. Var fróðlegt að kynnast því, hvernig nú er unnið
að þessum málum í Skotlandi.
Fundur Alþjóðanefndarinnar um afurðaskýrsluhaid mjólkur-
kynja (ICRPMA). Búnaðarfélag íslands gerðist aukaaðili að þess-
um samtökum árið 1972, en hafði þá um langt skeið fylgzt með
störfum þeirra. Aðalfundir eru haldnir 2. hvert ár, og var 21.
fundurinn haldinn í Madrid 2.-6. apríl, og sótti ég hann sem fulltrúi
félagsins. Sátu fundinn 112 fulltrúar frá yfir 20 löndum auk
áheyrnarfulltrúa frá alþjóðastofnunum og verzlunarfyrirtækjum.