Búnaðarrit - 01.01.1979, Síða 64
58
BÚNAÐARRIT
260 á fyrrnefnda svæðinu og 152 á Suðurlandi. Hlutfallstala sæddra
kúa og kvígna var 75,68%, og er ívið hærri en árið á undan. Af
kúnum héldu við 1. sæðingu 75,8% á viðskiptasvæði Nautastöðv-
arinnar og 72,65% á starfssvæði Búnaðarsambands Suðurlands.
Svarar það til 74,6% fyrir allt landið, en var 74,4% árið 1976.
Allt holdanautasæði, sem notað var á viðskiptasvæði Nauta-
stöðvar Búnaðarfélags íslands árið 1977, var úr 4 nautum þeirrar
stöðvar, þeim Dramma, Viska, Tartani og Fána, sjá bls. 89 í Bún-
aðarriti 1978, alls 2680 skammtar. Úr sömu nautum öðrum en
Viska voru notaðir 480 skammtar á Kynbótastöðinni í Laugardæl-
um auk 1010 úr Skota VI. Alls voru því sendir til dreifingarstöðva á
árinu 4170 skammtar af holdanautasæði, sem er 258 skömmtum
færra en árið á undan.
Á kynbótastöðinni í Laugardælum voru frystir 24670 skammtar
af nautasæði árið 1977, en notaðir voru 20983 skammtar á svæð-
inu, þar af 1730 frá Nautastöð Búnaðarfélags íslands. Birgðir af
sæði í árslok 1977 voru 143.779 skammtar. Greinargerð um sæðis-
birgðir á Nautastöðinni á sama tíma og notkun á sæði þaðan úr
einstökum nautum er að finna í Búnaðarriti 1978 í skýrslu um
starfsemi þeirrar stöðvar 1977. Þessi naut voru mest notuð á Suð-
urlandi 1977: Skrúður 75031 1855 skammtar, Fengur 69004 1750,
Már 72003 1607, Hringur 71011 1540, Laufi 70009 1395, Vinur
74016 1325, Dofri 70011 1130, Toppur 71019 1117ogSkoti VI
64501 1010 skammtar.
Áárinu 1978voru sæddar l.sæðingu 18800 kýr á viðskiptasvæði
Nautastöðvarinnar og 12489 á starfssvæði Bsb. Suðurlands, þ. e.
frá Kynbótastöðinni í Laugardælum, samtals 31289 gripir á landinu
öllu.
Afkvœmarannsóknir. Samkvæmt upplýsingum frá landbún-
aðarráðuneytinu voru 500 þús. kr. greiddar afkvæmarann-
sóknarstöðinni í Laugardælum í stofnstyrk á árinu 1978.
/. AfkvœmarannsókniríLaugardœlum. Greinargerð hefur borizt
frá Búnaðarsambandi Suðurlands um afkvæmarannsóknir, sem
lokið var árin 1977 og 1978, samin af ráðunautum sambandsins.
Á árinu 1977 lauk afkvæmarannsókn á þessum 5 nautum:
Draupni 71001, Vísi 71015, Sprota 72001, Má 72003 og Safa
72009. AIls var 31 kvíga í þessum hópi auk tveggja undan Rökkva
71016, sem sleppt var í uppgjöri. Um þennan árgang segir svo í
skýrslunni: