Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 68
62
BÚNAÐARRIT
Þriðji fundur var haldinn á Akureyri og síðasti fundur ársins 13.
nóv. í Reykjavík. Að þeim fundi loknum var Nautauppeldisstöðin í
Þorleifskoti skoðuð.
Af sérstökum málum, sem nefndin fjallaði um, er rétt að nefna,
að hún lagði áherzlu á, að notkun ungra nauta um land allt yrði jöfn,
er nautahald Kynbótastöðvarinnar í Laugardælum yrði lagt niður.
Hafði nefndin þegar á 2. fundi sínum á árinu lagt til, að yfirstjórn á
dreifingu sæðis yrði á einni hendi með tilliti til þessa, svo að upp-
lýsingar um kynbótagildi hvers nauts gætu hverju sinni legið fyrir
svo fljótt, sem verða má. Kynbótanefnd áleit að nota ætti áfram
ákveðin naut stöðvarinnar, sem hún taldi hafa kynbótagildi, en ekki
yrði keypt sæði úr einum 10 af eldri nautunum. Tryggt mun nú vera,
að ung naut verði notuð jöfnum höndum, sem er aðalatriðið í þessu
máli. Þó mun lítið af sæði úr ungum nautum vera til í Laugardælum
til að skipta á. Hins vegar munu Sunnlendingar sjálfir nota sæði úr
eldri nautum Kynbótastöðvarinnar næstu fjögur árin, og verða því
sæðiskaup þeirra eftir því að dæma einskorðuð við óreynd naut og
holdanaut. Lögð var áherzla á að ljúka sæðistöku úr nautum stöðv-
arinnar, áður en Nautauppeldisstöðin tæki til starfa, og var sæðis-
töku hætt í októberlok. Hafði þá Kynbótastöðin í Laugardælum
(Þorleifskoti) starfað í 20 ár, en hún var opnuð 2. jan. 1958, en
djúpfrysting sæðis þar hófst 20. maí 1972 að undangengnum
reynslutíma.
Nautkálfar í uppeldi. Undanfarin tvö ár hefur einangrun
nautkálfa fyrir Nautastöð Búnaðarfélags fslands og Kynbótastöð-
ina í Laugardælum verið í Gröf á Höfðaströnd, en þar hafði fengizt
aðstaða til bráðabirgða, meðan verið var að koma upp nautaupp-
eldisstöð í Þorleifskoti. Komu fyrstu kálfarnir að Gröf 15. ágúst
1976 og hinir síðustu, sem fóru þaðan beint á Nautastöðina, voru
fluttir þangað 15. nóv. 1978. Vil ég þakka Ragnari Eiríkssyni,
ráðunaut, sem sá um kálfana í Gröf, ánægjulegt samstarf þennan
tíma og áhuga hans í þessu starfi. í nautaskýrslum hefur verið greint
frá þeim nautum, sem í einangrun voru í Gröf, nema þremur
Fáfnissonum,sem þaðan voru síðast fluttir. Þeir eru Þorri 78001 frá
Lí^ufskálum og Styrmir frá Lönguhlíð, sem nú eru á Nautastöðinni,
og Drykkur frá Þorsteinsstöðum, sem enn er í einangrun annars
staðar. Nautastöðin keypti þá kálfa, sem þangað fóru frá Gröf og
veriö höfðu þar á vegum Kynbótastöðvarinnar í Laugardælum.