Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 71
SKÝRSLURSTARFSMANNA
65
undan blendingskúm 85 dagar, en undan alíslenzkum aðeins 54
dagar.
Frá árinu 1977 eru einnig 7 naut og 5 kvígur á stöðinni. Við
áramót 1978-79 varmeðalaldurþeirra 507 dagar (kvígur 512 daga
gamlar og naut 503). Vógu þessir gripir þá 381 kg að jafnaði, kvígur
359 kg og naut 397. Meðalþyngd á hvern dag (fæðingarþungi ekki
dreginn frá) var 752 g, 788 g hjá nautunum og 701 g hjá kvígununt.
Gripir, sem áttu alíslenzkar mæður, höfðu 716 g meðalþyngd á dag,
en gripir undan blendingskúm 786 g. Voru þeir jafnmargir í hvor-
um hópi. Elzti gripurinn, naut undan blendingskú, vó 485 kg réttra
18 mánaða og var þeirra þyngstur. Þessum gripum hefur farið vel
fram. Farið er að sæða kvígurnar. Gert er ráð fyrir, að sæðistaka úr
nautunum hefjist fyrir vorið.
Sœði úr íslenzkum nautum til Svíþjóðar. Um nokkurt skeið hefur
Norrlands Tjurcentral í Nyland í Svíþjóð leitazt eftir því að fá keypt
sæði úr 3-4 íslenzkum nautum til afkvæmarannsókna. Er þessa
getið í starfsskýrslu minni í Búnaðarriti 1976, bls. 65. Vegna
strangra ákvæða um prófanir gagnvart ýmsum sjúkdómum á
gripum, sem sæði er flutt úr.til Svíþjóðar, hefur mál þetta tafizt,
enda þótt sjúkdómar þessir séu ekki hér á landi, svo að vitað sé.
Þegar lausn fékkst á því s. 1. sumar, ákvað stjórn Búnaðarfélags
íslands að gefa 1000 sæðisskammta úr 4 nautum til Svíþjóðar, en
þetta varþaðmagn,sem Svíarnir vildu fá. Þau naut, sem valin voru,
eru þessi: Víðir 76004, Forkur 76010, Hjalti 76016 og Skógur
77002. Var sæðið flutt út 22. jan. 1979, 250 skammtar úr hverju
nauti, og komst á ákvörðunarstað með góðum skilum. Ætlun Svía
er að nota sæði úr tveimur þessara nauta á ári í afkvæmarannsókn,
þar sem naut af SKB (kollótta, sænska kyninu) verða einnig. Verð-
ur fróðlegt að fylgjast með því, hvernig þessi naut reynast í Svíþjóð,
bæði borið saman við SKB nautin og svo einnig, hvernig dætur
þeirra þar reynast í samanburði við hálfsystur sínar hér.
Nýtt nautgriparæktarfélag og búfjárrœktarsamþykkt. Bú-
fjárræktarsamþykkt fyrir Bsb. Vestur-Húnavatnssýslu var staðfest
af stjórn Búnaðarfélags íslands 31. jan.
Hinn 19. júní staðfesti svo stjórnin lög Nautgriparæktarfélags
Vestur-Húnavatnssýslu, en starfssvæði þess er sú sýsla. Félagið var
stofnað 14. janúar 1976, þótt lög þess væru ekki staðfest strax.
Gengu 11 félagar í það á stofnfundi. Verða þá lögð niður naut-