Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 84
78
BÚNAÐARRIT
stóðhesta, og gengur þar allt samkvæmt áætlun og tilraunir komnar
í gang að nokkru leyti. Tveir sýningardagar voru haldnir s. 1. vor
29/4 og 20/5, þar sem stöðin var til sýnis almenningi, tömdu
folarnir voru sýndir í reið og hestarnir kynntir eins og föng voru á.
Átta folar í eigu stöðvarinnar voru vanaðir og seldir á uppboði
11. nóvember. Frá Stóðhestastöðinni birtist skýrsla í Frey nú í vetur
og vísast til hennar í smærri atriðum.
Landssýning. Ég ferðaðist víða um Iandið í apríl, maí og júní til
að velja kynbótahross á landsmót. AIIs skoðaði ég rúmlega 400
hross auk á annað hundrað afkvæma. 78 hross völdust til þátttöku
eða tæp 20% og var nær helmingur sýningarhrossa úr Sunnlend-
ingafjórðungi. Greidd verðlaun voru kr. 3.688 þúsund. Um lands-
sýninguna hef ég þegar ritað ýtarlega í Frey.
Á landbúnaðarsýningunni á Selfossi í ágúst vann ég að dómstörf-
um á hrossum og kom þar flesta daga að lýsa þeim fyrir áhorfend-
um.
Afkvæmarannsóknir voru fleiri en nokkurn tíma fyrr, þar sem
níu stóðhestar gengu undir þær. Ég vann að úttekt þeirra allra með
viðkomandi héraðsráðunautum í flestum tilfellum.
/ œttbók voru færðir 27 stóðhestar og 174 hryssur. Til útlanda
voru fluttir 12 stóðhestar. Dagana 6.-13. október fór ég til Zúrich í
Sviss á vegum Búvörudeildar S.Í.S., til þess að sækja ráðstefnu um
ræktun íslenzka hestsins og samræmingar í vinnubrögðum F.E.I.F.
landa í málefnum hans.
Ég heimsótti báða bændaskólana í febrúar, flutti erindi, sýndi
myndir og kenndi hrossadóma á Hvanneyri.
Stjórn Stofnverndarsjóðs ákvað á fundi sínum 2/11 að veita
aðstoð við kaup Skagfirðinga á stóðhestinum Þætti 722 frá Kirkju-
bæ. Síðan þessi fundur var haldinn, hafa komið óskir um aðstoð við
kaup á tveimur stóðhestum, sem nefndin mun fjalla um í byrjun
febrúar á næsta ári.
Fundir o. fl. Ég kom á fundi víða um land, flutti þar erindi og
sýndi oftast Iitskyggnur af kynbótahrossum: í Brún í Bæjarsveit og
á Hvanneyri 9. og 10. febrúar, í Miðgarði og á Hólum í Hjaltadal
28. febr., á Dalvík 15. marz, á Akureyri 17. marz, Borg í Grímsnesi
20. marz, á Þórshöfn 16. apríl, í Skúlagarði 17. apríl, á Húsavík 18.
apríl, á Blönduósi 3. maí, Hvammstanga 5. maí, í Þverárhreppi 6.
maí, í Búðardal 9. maí, á Breiðamýri, S.-Þing. 12. júní, hjá Fáki‘1