Búnaðarrit - 01.01.1979, Side 89
SKÝRSLUR STARFSMANNA
83
að við það, sem þá gerðist erlendis, hefðu þetta verið 6 hagkvæmar
framleiðslueiningar, en ekki sérlega risavaxnar.
Ég skrifaði greinar, hélt erindi og kenndi í skóla mínum um
þessar nýjungar. Margir tóku þeim vel, en ekki allir. Ég lenti í
víðtækum deilum á fundum úti um landið og í blaðaskrifum og
þurfti oft að verja hendur mínar líkt og ég væri sakamaður. Ýmsir
„hænsnakofa-eigendur“ og „svínabændur“ með gyltu í fjósrangala
eða hlöðuhorni litu mig strax óhýru auga. Ég var ,,óvinurinn“. Og
ég var svipaður „óvinur“ og traktorinn hafði verið ,,óvinur“ hest-
anna á sínum tíma. Menn fóðruðu samkvæmt gömlu lagi á tvenns
konar hænsnafóðri, „varpmjöli" og „hænsna-korni“. Sú fóðrun-
arregla var ágæt í kornræktarlöndum, þar sem varpfuglum var gefið
heimaræktað korn, en fengu prótin, bætiefni og steinefnin í
,,varpmjölinu“. „Heilfóður“, þar sem öll efnin, sem varpfuglinn
þurfti að fá, voru sett í eina blöndu, og hún síðan köggluð, var
eiginlega sjálfsögð framleiðsluaðferð á fóðri hér. Ég hóf samstarf
við blöndunarstöðvarnar í landinu um að taka þetta upp. Það var
auðsótt mál, en við rákum okkur strax á vanda vegna skaðlegra
áhrifa frá sumum innlendum fiskmjölstegundum í sambandi við
íblöndun rotvarnarefna, en það leystist einnig á skömmum tíma.
Ýmsir framleiðendur eggja tóku þessari nýjung heldur dræmt, af
því að það var einhver „uppákoma" frá „vonda manninum“, og
það skeði í einni sveit, að bóndi hélt að þetta nýja fóður breytti
varphænum í galandi hana, og sumir ímynduðu sér, að ég hefði sett
kyn-hormóna í fóðrið og villst á kyneðlinu, og þessar umræður fóru
þó ekki fram í neinum skítugum hænsnakofa.
Menn fengu stundum í búðum egg, sem voru grænleit undir
skurninni vegna ýldu. Það var víðast siður að þvo egg í köldu vatni.
Menn tengdu saman kælingu mjólkur og kuldavatnsþvott eggja.
Erlendis höfðu menn á þeim árum komizt að því, að egg þurfti að
þvo úr aðeins volgara vatni en eggin voru sjálf, því að væri vatnið
kaldara, drægist innihald eggsins saman við kælinguna, en skurnin
héldi formi sínu, og þannig myndaðist sog undir skurninni, sem
drægi skólpvatnið í gegnum smáholótta skurnina. Þessa nýjung í
eggjaþvotti kynnti ég með blaðagreinum, erindum á fundum og í
kennslu. Nú er eggjahreinsun hérlendis í lagi.
Eftir að ég hafði kynnt tækninýjungar við eggjaframleiðslu hóf
Mjólkurfélagið innflutning á skápabúrum fyrir varpfugla. Það