Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 103
SKÝRSLUR STARFSMANNA
97
Spjaldskrá yfir rœktunarframkvæmdir. Eftir fráfall Hannesar
Pálssonar tók ég við þeim þætti starfs hans, að færa spjaldskrá yfir
unnar jarða- og húsabætur, sem njóta framlags samkvæmt jarð-
ræktarlögum.
Landsmót hestamanna. Afar mikil undirbúningsvinna varð
vegna Landsmóts hestamanna, sem haldið var að Skógarhólum í
Þingvallasveit 12.-16. júlí. En eins og fram kom í starfsskýrslu
minni í fyrra, var ég beðinn um að taka að mér framkvæmdar-
stjórastarf landsmótsins.
Ég mætti á öllum fundum framkvæmdarnefndar, sem urðu alls
23. Flest allir fundirnir voru kvöldfundir og stóðu oftast langt fram
eftir kvöldi. Landsmótið þótti takast vel og var afar fjölsótt. Álitið
var, að mótsgestir hafi verið 15-20 þúsund, og þar af voru urn 2000
erlendir gestir, sem komu gagngert til að vera á landsmótinu. Það
útaf fyrir sig er merkileg staðreynd og sýnir hvað bezt, áhuga fólks
fyrir íslenzka hestinum. Efast ég stórlega um, að nokkur samkoma
hérlendis hafi slíkt aðdráttarafl, bæði á innlent og erlent fólk, sem
slík landsmót hestamanna eru. Veg og vanda af þessu mótshaldi og
undirbúning höfðu 13 sunnlenzk hestamannafélög. Mikið og óeig-
ingjarnt starf var unnið í sjálfboðavinnu við undirbúninginn og
framkvæmd mótsins af félögum þessara hestamannafélaga. Fjár-
hagsútkoma mótsins varð góð, og eru líkur fyrir því, að landsmótið
skili um kr. 15 millj. í nettóhagnað, sem skiptist jafnt milli aðildar-
félaga mótsins. Við framkvæmd og uppbyggingu mótsins voru
reynd ýmis nýmæli, sem mættu verða til að auka á fjölbreytni og
glæsileika mótsins.
Gerðir voru þrír sýningarhringir þannig, að hægt var að sýna,
skoða og dæma hross jafnvel á þrem stöðum samtímis. Á kvöldin
var efnt til kvöldvöku, þar sem landskunnir skemmtikraftar komu
fram, og varð af því hin bezta skemmtun.
Þá er rétt að geta þess, að biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson,
hafði helgistund með hestamönnum og mótsgestum á sunnu-
gjagsmorgni þann 16. júlí í Hvannagjá. Varð það ógleymanleg
stund þeim, sem þar dvöldu. Að messu lokinni fór hópreið hesta-
manna úr Hvannagjá í Skógarhóla. í fararbroddi riðu stjórnarmenn
Landssambands Hestamannafélaga og stjórnarformaður Búnað-
arfélags íslands.
Forseti fslands, herra Kristján Eldjárn, og kona hans, frú Hall-