Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 105
SKÝRSLUR STARFSMANNA
99
taka ekki út byggingar nema þær séu gerðar eftir teikningum, sem
bæði eru samþykktar af Byggingarstofnun landbúnaðarins og Bún-
aðarfélagi íslands. í tilfellum, þar sem samþykktar teikningar hafa
ekki verið fyrir hendi, hafa þeir flestir leitað úrskurðar hjá Búnað-
arfélagi íslands.
Ég fylgdist með byggingu kálfauppeldisstöðvarinnar í Þorleifs-
koti, sem nú er að mestu lokið. Ég hef séð um hönnun hússins og
efnisval í samráði við byggingarnefnd og byggingarmeistara.
Búnaðarsamband Dalamanna keypti flekamót síðastliðið vor og
stofnaði vinnuflokk til þess að byggja hjá bændum. Ég gerði laus-
lega vinnuáætlun fyrir búnaðarsambandið til þess að styðjast við
við skipulag framkvæmdanna, og hef dálítið fylgst með þeim, til
þess að afla upplýsinga um vinnuþörf við uppslátt með þessari gerð
flekamóta.
Ég tók þátt í ráðstefnu um heyverkun, sem haldin var á Hvann-
eyri dagana 31. maí og 1. júní og flutti þar erindi um tæknileg atriöi
við súgþurrkun. Einnig tók ég þátt í umræðuþætti um heyverkun í
Búnaðarþætti hljóðvarps í júní. Á árinu ritaði ég allmargar greinar í
Frey, eina grein í Handbók bænda, grein um losun votheys úr
flatgryfjum og flutning í gripahús í upplýsingablað Byggingar-
stofnunar landbúnaðarins og grein um kartöflugeymslur í fjölrit
RALA, sem unnið er af samstarfshópi um kartöfluræktun.
Ég tók þátt í Ráðunautafundi og flutti þar erindi um garðávaxta-
geymslur.
Landbúnaðarsýning. Stjórn Búnaðarfélags íslands tilnefndi mig í
byggingar- og bútækninefnd landbúnaðarsýningar 1978. Ég var
kosinn formaður nefndarinnar, en auk mín áttu þar sæti Einar
Þorsteinsson, tilnefnduraf Bsb. Suðurlands, Ólafur Guðmundsson,
tilnefndur af RALA, Baldur Friðriksson, tilnefndur af Byggingar-
stofnun landbúnaðarins, og Arnór Valgeirsson, tilnefndur af Félagi
búvélainnflytjenda. Nefndin hafði umsjón með gerð og uppsetn-
ingu byggingar- og bútæknideildar á sýningunni, þar sem leitast var
við að sýna í stórum dráttum þróun bútækni og landbúnaðar-
bygginga á íslandi. Nefndin hélt marga fundi og safnaði efni fyrir
hönnuð deildarinnar, sem var Jón Kristinsson í Lambey, og aðstoð-
aði hann við uppsetningu. Ferðirnar á Selfoss urðu ófáar, einkum
vegna þess, að ég sá einnig um skipulag búfjárskála og hönnun
innréttinga í þeim fyrir búfjárræktarnefnd sýningarinnar.