Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 119
SKÝRSLUR STARFSMANNA
113
búreikninga í Árnes- og Rangárvallasýslu og 1978 bættist V,-
Skaftafellssýsla við.
Pessi breyting hefur gefið góða raun, að öðru leyti en því, að
starfsemin er ekki í tengslum við búnaðarsambandið.
Búnaðarmálastjóri og stjórn Búnaðarfélagsins hafa lagt á það
áherzlu, að mun betra væri, að búnaðarsamböndin hefðu þessa
starfsemi ásínum vegum, en ekki að Búreikningastofan héldi áfram
að ráða fulltrúa úti á landi. Búnaðarfélagið hefur síðan leitað til
nokkurra búnaðarsambanda um þessi efni, og mál hafa nú þróazt á
þann veg, að Búnaðarsamband Austurlands hefur ráðið Pál Sig-
björnsson til þess að sjá um búreikninga á Austurlandi auk ráðu-
nautsstarfa. Er það mjög ánægjulegt, að eitt búnaðarsamband skuli
hafa tekið þessa starfsemi að sér. Bændur á Austurlandi hafa tekið
þessu vel og um 40 bændur færa nú búreikninga þar.
Fjöldi bœnda og búreikningar. Fjöldi bænda, sem stundar
sauðfjárrækt og nautgriparækt, er rúmlega 4 þúsund samkvæmt
spjaldskrá Stéttarsambands bænda, sjá töflu.
Fjöldi bænda og fjöldi þeirra, sem færir búreikninga.
Sýslur Fjöldi bænda % 8% cr Búreikningar
Gullbringu- og Kjósarsýsla 68 1,6 5 0
Borgarfjörður 187 4,4 15 6
Mýrasýsla 166 3,9 13 8
Snæf.- og Hnappadalssýsla 161 3,8 13 16
Dalasýsla 151 3,6 12 6
Barðastrandarsýsla 117 2,8 9 2
ísafjarðarsýslur 114 2,7 9 7
Strandasýsla 111 2,6 9 6
V.-Húnavatnssýsla 172 4,1 14 12
A.-Húnavatnssýsla 201 4,8 16 13
Skagafjörður 338 8,0 27 11
Eyjafjörður 316 7,5 25 7+4
S.-Þingeyjarsýsla 390 9,2 31 15
N.-I>ingeyjarsýsla 137 3,3 11 11
Múlasýslur 498 11,8 40 40
A.-Skaftafellssýsla 105 2,5 8 9
V.-Skaftafellssýsla 194 4,6 16 12
Rangárvallasýsla 344 8,2 28 27
Árnessýsla 449 10,6 36 41
4219
100
337
253