Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 131
SKÝRSLUR STARFSMANNA
125
Starfsskýrsla varahlutafulltrúa.
Starf mitt er tvíþætt. Annars vegar varahlutaútvegun, hins vegar
ýmis störf á skrifstofu. í varahlutaútveguninni gekk á ýmsu. Starfið
hefur verið kynnt þannig, að bændur leiti til mín þegar þeir hafa
talað við umboðin og varahlutir ekki fengist þar, þá hef ég reynt að
grafa upp viðkomandi varahluti hjá kaupfélögum og
varahlutaverzlunum úti á landi og hefur það gengið nokkuð vel. Til
mín leituðu á tímabilinu 1. maí til 1. september 128 bændur með
vandamál sín. Þeir skiptust þannig eftir landshiutum: Gullbringu-
og Kjósarsýsla 3, Mýra- og Borgarfjarðarsýslur 9, Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslur 8, Dalasýsla 4, Barðastrandarsýslur 4, ísafjarð-
arsýsla 11, Strandasýsla 5, Húnavatnssýslur 4, Skagafjarðarsýsla 6,
Eyjafjarðarsýsla 22, Þingeyjarsýslur 9, Múlasýslur 21, A.-Skafta-
fellssýsla 14, V.-Skaftafellssýsla 4, Rangárvallasýsla 1 og Árnes-
sýsla 5. Vélaumboðin stóðu sig mjög misjafnlega og bar töluvert á
að dráttur yrði á að leystar væru út pantanir. Afsökuðu þeir sig með
því, að rekstrarfjárskortur stæði þeim mjög fyrir þrifum, og væri
þetta eitt versta ár, sem komið hefði í seinni tíð.
Ég ferðaðist um V.-Skaftafellssýsiu í apríl og hélt fjóra fundi með
hreppabúnaðarfélögunum. í desember fór ég um Þingeyjarsýslur
oghélt lOfundi, 7 í S.-Þing. og3 í N.-Þing. Þátttakaí fundunum var
til jafnaðar um 50% félagsmanna. Á skrifstofunni vann ég mest að
útsendingu á Frey ásamt ýmsu, sem til féll.
Samstarfsfólki, stjórn og búnaðarmálastjóra þakka ég fyrir mjög
ánægjulegt samstarf á árinu.
Eiríkur Helgason.
Starfsskýrsla blaðafulltrúa landbúnaðarins
Starfsemi Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins var með svipuðum
hætti og undanfarin ár. Þó bættist ýmislegt við verkefnaskrána,
aðallega aukin fyrirgreiðsla vegna hópferða bænda frá öðrum
Iöndum hingað til landsins og landbúnaðarsýningin á Selfossi. Hér
á eftir mun verða drepið á nokkra þætti í starfsemi Upplýs-
ingaþjónustunnar.
9
L