Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 132
126
BÚNAÐARRIT
Upplýsingamiðlun. Á síðastliðnu ári sendi Upplýsingaþjónustan
frá sér 23 fréttabréf. Þau voru send 175 aðilum. í fréttabréfunum
eru fyrst og fremst upplýsingar um stöðu landbúnaðarins á hver jum
tíma, þróun verðlagsmála og sölu landbúnaðarafurða er skýrt frá
eins samvizkusamlega og hægt er. Auk þess er ýmislegt tínt til, sem
talizt getur fréttnæmt. Margar blaðagreinar hefi ég skrifað á árinu,
flestar birtust í Dagblaðinu.
Norrœnu bændasamtökin NBC. Á árinu mætti ég á þrem fundum,
sem haldnir voru á vegum NBC. Aðalíundurinn var haldinn dagana
2. — 4. ágúst á Álandseyjum. Þar var Sveinn Tryggvason kosinn
forseti samtakanna og ég aðalritari. Næsti aðalfundur verður hald-
inn hér á landi fyrstu dagana í ágúst, fundarstaður verður í
menntaskólanum á Laugarvatni.
Skýrt var frá síðasta aðalfundi NBC í 20. tölublaði Freys.
Bændafarir. Það má segja að varla líði svo dagur, að ekki sé spurt
um, hvort ekki verði farin bændaför til útlanda. Það virðist vera
nokkur þörf fyrir að haldið sé áfram með bændaferðir til annarra
landa. Ennþáerekki nema lítiðbrot af bændum ogþeirrafólki,sem
hefur átt þess kost að taka þátt í slíkum ferðum. Það má segja, að
þetta komi ekki Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins beint við, nær
væri að sinna öðrum málum betur, og láta ferðaskrifstofum eftir að
annast alla skipulagningu bændaferða. Það eru trúlega skiptar
skoðanir á því, eins og svo mörgu öðru, en augl jóst er, að bændafólk
vill að bændasamtökin annist þessar ferðir, hvort það er Búnaðar-
félag íslands, Stéttarsamband bænda eða Upplýsingaþjónustan
skiptir ekki svo miklu máli, því þarna hlýtur alltaf að verða allnáið
samstarf á milli.
Þátttakendur í bændaferð til írlands síðastliðið sumar voru 149.
Ferðin hófst 13. júní, farið var til Dublinar og þaðan til Vestur-
strandarinnar og síðar um suðurhlutann og endað aftur í Dublin.
Tilraunastöðvar voru heimsóttar, stórt og mikið mjólkurbú, farið
heim til bænda og aðalstöðvar bændasamtakanna heimsóttar.
Flestir ef ekki allir voru ánægðir með ferðina, þótt veðrið væri ekki
upp á hið bezta.
önnur störf. Á síðastliðnu ári skipulagði ég ferðir 5 bændahópa,
sem komu hingað til landsins frá Noregi og Svíþjóð. Auk þess, sem