Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 182
176
BÚNAÐARRIT
2. Framleiðslunefnd vill undirstrika, að hún telur það ekki
framtíðarmarkmið í sjálfu sér, að framleiðsla miðist ein-
göngu við heimamarkað. Þvert á móti er líklegt, að það sé
millibilsástand og óvíst, hve skynsamlegt er að brjóta
allar brýr að baki, sem liggja til erlendra markaða. Hins
vegar krefst núverandi ástand minni framleiðslu sumra
búvara um sinn. Gott er, að stjórnmálamenn hafa vax-
andi skilning á, að hér þarf að vera hægt að beita skipu-
legum aðgerðum.
3. Markmiðið er ófrávíkjanlegt.
í ályktuninni er talið upp sitt hvað, sem gera þarf til að
marka breytta stefnu, og er stiklað á ýmsu því helzta, en
margt fleira mætti nefna, sem til þarf að koma.
Draga þarf úr mjólkurframleiðslu að því marki, að jafnan
sé fullnægt innanlandsþörf. Verður þá þörf nokkurs út-
flutnings vegna árferðis, breytinga og árstíðasveiflna, en úr
þeim verður að reyna að draga með framleiðslustjórn. Það
er einnig mikilvægt fyrir reksturskostnað mjólkurbúanna. Á
síðustu árum hefur mjólkurframleiðendum fækkað nokkuð,
og er talið, að það hafi ekki haft veruleg áhrif til fækkunar á
setnum jörðum. Eflaust yrði þó víða þörf nýrra tekjustofna,
ef kúm fækkaði, og þar, sem þær hyrfu af blönduðum búum.
Um sauðfjárrækt gegnir öðru máli. Ætla má, að mörg býli
færu í eyði, ef of nærri henni yrði gengið með tekju-
skerðingu, og yrði því að halda áfram miklum stuðningi við
útflutning kindakjöts eða fylla skörðin á skipulegan hátt
öðrum kosti.
Óæskilegt væri að þurfa að minnka ullar- og gærufram-
leiðslu vegna iðnaðar úr þessum hráefnum. Færi þó svo, að
samdráttur teldist óumflýjanlegur í bili, þyrfti að veita bein-
an fjárhagslegan stuðning vegna þess, meðan aðrir tekju-
stofnar kæmu í gagnið.
Fyrir allar kjötframleiðslugreinar er það mikilvægt, að
unnt sé að hafa stjórn á framleiðslu- og neyzluhlutfalli milli
þeirra. Einkum er þetta mikilvægt fyrir sauðfjárræktina, sem