Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 184
178
BÚNAÐARRIT
fjárþörf búanna. Það er alkunna, að þetta hefur með öðru
valdið því, að bændur hafa almennt verið langt undir þeim
tekjumörkum, sem þeim er ætlað að ná lögum samkvæmt, og
í reynd hefur þróun þessara mála orðið sú að þrýsta bændum
til æ meiri framleiðslu í því skyni að freista þess að ná upp
lágum ráðstöfunartekjum og mæta hinni gífurlegu rekstrar-
fjárþörf, enda má segja, að stefnan í landbúnaðarmálum hafi
í öllum meginatriðum verið framleiðsluhvetjandi.
Þó að alllengi hafi verið ljóst, að hverju stefndi með
birgðasöfnun og markaðserfiðleikum, þá hefur skort laga-
heimild til þess, að bændasamtökin gætu tekið upp virkar
stjórnunaraðgerðir í þessum málum. Ef bændur ættu nú einir
að taka á sig uppgjörshallann vegna umfram birgða og
skammtíma framleiðsluvanda, þá myndi það mjög torvelda
allar varanlegar aðgerðir í framleiðslumálunum og valda því,
að rekstrargrundvöllur væri ekki lengur fyrir hendi á mörg-
um býlum.
Rétt þykir að vekja athygli á því, að þó nú þurfi að grípa til
nokkurra aðhaldsaðgerða í búvöruframleiðslunni, að þá eru
þær forsendur, sem 10% verðtrygging ríkisins byggist á, enn
í fullu gildi. Jafnvel þótt eðlilegt þyki að miða framleiðsluna
sem mest við innanlandsmarkað, a. m. k. í mjólkurafurðum,
þá verða framleiðslusveiflur ávallt það miklar milli ára vegna
mishagstæðra framleiðsluskilyrða og enda einnig milli árs-
hluta, að núverandi verðtrygging verður að teljast lágmark.
Og hvað varðar framleiðslu sauðfjárafurða, þá er raunar
ósannað, að samdráttur í þeirri framleiðslu sé hagkvæmur
fyrir þjóðarheildina.
Ekki virðist óeðlilegt að hið opinbera verji verulegum
upphæðum til niðurgreiðslna á þeim matvælum, sem notuð
eru á nær hverju heimili á landinu og framleidd eru að miklu
leyti af framlagi íslenzkrar gróðurmoldar, enda augljóst, að
hér er um að ræða mjög virkt stjórnunartæki til kjarajöfnun-
ar.
Hins vegar má sýna fram á það, að hinar miklu sveiflur,