Búnaðarrit - 01.01.1979, Side 266
260
BÚNAÐARRIT
sjóði umfram það, sem nú er ákveðið í lögum. Þann vanda,
sem leiðir af aukinni framleiðslu umfram þarfir innanlands
og til útflutnings, sem lögákveðnar útflutningsbætur nægja
til, að framleiðendur fái framleiðslukostnaðarverð fyrir,
verði bændur að taka á sínar herðar, annars vegar með
viðleitni til að stjórna framleiðslunni á þann veg, að fremur
dragi úr henni, og hins vegar með öflun fjár með kjarnfóð-
urgjaldi og stighækkandi framleiðslugjaldi miðað við fram-
leiðslumagn (sem er nýtt nafn á innvigtunargjaldi) til að geta
jafnað verð til bænda vegna þess magns búvöru, sem flytja
þarf út umfram það, sem lögákveðnar útflutningsbætur
nægja til að gefa fullt verð. Einnig ætiast nefndin til að
eitthvað af þessu fé megi nota til hagræðingar, svo sem til að
greiða bændum undir vissum skilyrðum til að draga úr
framleiðslu.
í desember s. 1. flutti landbúnaðarráðherra frumvarp til
laga um breytingu á lögum nr. 101/1966 um Framleiðsluráð
landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á land-
búnaðarvörum o. fl., sem byggir nær algjörlega á áliti sjö-
mannanefndar. Liggur það nú hjá landbúnaðarnefnd
n. d. Alþingis. Raddir bæði innan Alþingis og utan, hafa
ýmislegt við frumvarpið að athuga, svo að engan veginn er
víst, að það nái fram að ganga. Nái frumvarpið ekki sam-
þykkt verður að grípa til annarra ráða en það gerir ráð fyrir.
Samt vil ég reyna að gera grein fyrir, hvað mér finnst frum-
varpið einkum hafa sér til ágætis og helztu ágalla þess.
Að vísu mun engum bónda, né öðrum, sem málefni land-
búnaðarins varða, þykja gott, að flytja þurfi á Alþingi
frumvarp, er eigi að vinna að takmörkun búvöruframleiðslu
og það á kostnað bænda, því örðugt er að sjá, að markmið
frumvarpsins náist með öðru móti, þótt ráð sé fyrir því gert,
að þrátt fyrir ákvæði frumvarpsins eigi bændur að halda
tekjum til jafns við aðra þegna. Hins vegar held ég, að allir
bændur geri sér grein fyrir því, að eitthvað verði að gera, og
að bændur verði sjálfir að leggja eitthvað af mörkum, t. d.