Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 272
266
BÚNAÐARRIT
hvert lögbýli og einstakling á mjólkur- og kjötframleiðslu
miðað við ríflegar innanlandsþarfir, og ríkið tryggði hverjum
fullt framleiðslukostnaðarverð fyrir þann kvóta, en fyrir af-
ganginn yrði aðeins greitt það verð, sem fengist á erlendum
markaði auk lögákveðinna útflutningsbóta. Þessi aðferð
hefur verið notuð hjá sumum þjóðum, t. d. Dönum á kreppu-
árunum. Hún er harðneskjuleg, en henni fylgir nokkurt
frelsi í ófrelsinu, þ. e. bóndinn er sjálfráður, hvort hann
takmarkar framleiðslu sína við kvótann, eða framleiðir
miklu meira og tekur áhættuna af því, hvað fæst fyrir um-
framframleiðsluna, á sjálfan sig. Undir slíku kerfi myndu
margir snúa sér að aukabúgreinum, senr þarf að veita
stuðning við, hvor stefnan sem kynni að verða ofaná.
Um aukabúgreinar væri þörf að ræða, en til þess er ekki
svigrúm hér, en ég flyt erindi um þær á fundi ráðunauta og
tilraunamanna í febrúar og mun það erindi verða birt.
Auk þeirra aukabúgreina, sem öllum eru ljósar, eins og
aukin alifugla-, svína- og hrossarækt ef ekki er settur kvóti á
þær vörutegundir, má nefna loðdýrarækt og fiskieldi. Flest-
um myndi þykja fiskieldi ljúfara, en við eigum Iengra í land,
að gera það arðgæfa búgrein, en loðdýrarækt, meðal annars
vegna markaðsörðugleika. Loðdýrarækt geturfarið vel með
öðrum búskap, minkarækt nær sjávarþorpum og sláturhús-
um, en refarækt á afskekktari býlum. Loðdýraræktin er
gjaldeyrisskapandi atvinnugrein og nýtir ýmsar verðlitlar
úrgangsafurðir frá sjávarútvegi og landbúnaði. Það er til-
tölulega þægilegt fyrir fjárbónda að lóga gamalám eftir
hendinni að vetrinum í refina og losna þar við alla milliliði.
En eitt er víst, að hvorki loðdýrarækt eða aðrar auka-
búgreinar ná mikilli útbreiðslu nema varið sé tíma og fé til að
leiðbeina bændum í þessum greinum. Annað er hitt, að
stofnkostnaður í byggingum virðist aðalhindrun þess, að
loðdýrarækt, a. m. k. minkarækt, geti verið vel arðbær bú-
grein. Þarf því vandlega að athuga, hvort ekki má spara stórfé
í stofnkostnaði við slík bú, með því að nota þær byggingar,