Búnaðarrit - 01.01.1979, Side 376
370
BÚNAÐARRIT
Valdir voru á héraðssýningu Spakur og Blakkur Angason
á Skefilsstöðum, er hlutu þar báðir I. verðlaun A, og Hnokki
Angason í Ketu, sem hlaut I. heiðursverðlaun.
Austur-Húnavatnssýsla
Sýningar í A.-Húnavatnssýslu fóru fram dagana 2.—8.
október og sýndir ails 380 hrútar, eða 78 hrútum færra en
1974, 245 fullorðnir og 135 veturgamlir. Fullorðnu hrút-
arnirvógu 94,1 kg eða2,3 kg minna en fyrir fjórum árum, en
þeir veturgömlu 77,4 kg eða 3,5 kg minna en 1970. Fyrstu
verðlaun hlutu 176 eða 46,3%, en 1974 hlutu 49,8% I.
verðlaun. í heild má segja að flokkun á hrútum í sýslunni hafi
verið heldur góð, en of mikill munur er á milli hreppa og
innan þeirra.
Skagahreppur. Par voru sýndir 46 hrútar, þar af 29 tveggja
vetra og eldri og 17 veturgamlir. Fullorðnu hrútarnir voru
0,5 kg þyngri og þeir veturgömlu 1,2 kg léttari en jafnaldrar
þeirra í sýslunni. Alls hlaut 21 hrútur I. verðlaun eða 45,6%.
Af þriggja vetra hrútum voru efstir Gulur og Hringur Rafns
á Örlygsstöðum. Þeir eru báðir úrvalsgóðir einstaklingar,
holdgóðir, rýmismiklir og lágfættir. Glanni Sigurðar á Kálfs-
hamri og Broti Hlutsson í Víkum stóðu efstir af tvævetling-
um, en Snúður Snúðsson á Örlygsstöðum var beztur af vet-
urgömlum hrútum. Pessir hrútar eru allir jafnvaxnir, hold-
góðir og snotrar kindur.
Höfðahreppur. Sýndir voru 11 hrútar, þar af 8 2ja vetra og
eldri, sem vógu 90,1 kg að meðaltali, og 3 veturgamlir, sem
vógu 86,7 kg til jafnaðar. Fullorðnu hrútarnir eru því 4,0 kg
léttari, en þeir veturgömlu 9,1 kg þyngri en jafnaldrar þeirra
í héraðinu. Af 3ja vetra hrútum var beztur Prúður Sigur-
laugar Jónsdóttur, en hann er jötunn vænn, rýmismikill og
lágfættur, en Rassmus Rassmusson stóð efstur af tvævetl-
ingunum.
Vindhœlishreppur. Par var sýningin heldur illa sótt og
sýndir aðeins 19 hrútar, 16 tveggja vetra og eldri og 3