Búnaðarrit - 01.01.1979, Side 378
372
BÚNAÐARRIT
eldri eru því 3,7 kg léttari en meðaltal jafngamalla hrúta í
sýslunni, en þeir veturgömlu nærri meðallagi. Fyrstu verð-
laun hlutu 19 hrútar eða 38%, sem er nokkru lakari röðun
en fyrir fjórum árum, en þá hlutu 47,4% I. v. Beztu hrútar
3ja vetra og eldri voru þeir Durgur Sigurvalda á Hrafna-
björgum og Spíri Þórðar á Grund, en efstir af kollóttum voru
þeir Dagur Einars á Mosfelli og Hængur Jóhanns í Holti.
Álitlegasti tvævetlingurinn var Huppur Ingvars í Sólheim-
um, sem er jafnvaxinn, holdgóður og lágfættur, og af vetur-
gömlum hrútum stóðu efstir Hnöttur og Kóngur, einnig frá
Sólheimum, en þeir eru báðir rígvænir og útlögugóðir.
Torfalœkjarhreppur. Þar voru haldnar tvær sýningar og
sýndir alls 54 hrútar, 32 tveggja vetra og eldri og 22 vetur-
gamlir. Fullorðnu hrútamir vógu 94,5 kg, sem er 0,4 kg
meira en meðaltal jafngamalla hrúta í sýslunni, en þeir vet-
urgömlu vógu 82,1 kg eða 4,5 kg meira en jafnaldrar í
héraðinu í heild. Fyrstu verðlaun hlutu 33 hrútar eða 61,1%,
en 60% fyrir fjórum árum. Enginn hrútur var dæmdur ónot-
hæfur, en 2 fengu III. verðlaun. Úr hópi 3ja vetra og eldri
hrúta voru álitlegastir Hringur, Fífill og Prins Pálma Jóns-
sonar á Akri, Akur Erlendar á Stóru-Giljá og Jaki Heiðars á
Hæli. Þeir Hringur og Fífill eru báðir rígvænir, sæmilega
útlögumiklir, með góð bak- og lærahold. Tvævetlingarnir
Uggi, Sómi og Fróði, einnig frá Akri, voru allir framúrskar-
andi þroskamiklir og holdgóðir, en Andri á Hæli er vel gerð
og snotur kind. Af veturgömlum hrútum voru álitlegastir
Birtingur og Hersir Akursynir, Snerill og Hestur, allir frá
Pálma á Akri. Þessir hrútar voru allir mjög álitlegar kindur,
rýmismiklar, jafnvaxnar og holdgóðar á baki, mölum og í
lærum. Frá Pálma á Akri eru komnir tugir hrúta víðs vegar
um sýsluna, sem jafnan hafa staðið efstir eða ofarlega á
hrútasýningum. Sannar það enn betur en áður, að fjárbúið á
Akri er meðal allra beztu fjárræktarbúa landsins.
Blönduóshreppur. Par voru sýndir 16 hrútar, 7 tveggja
vetra og eldri og 9 veturgamlir. Þeir fullorðnu vógu 86,3 kg