Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 380
374
BÚNAÐARRIT
holdgóðir, með afbragðs lærahold. Allir þessir hrútar voru
frá Reyni Steingrímssyni í Hvammi.
V estur-Hú na vatnssýsla
Þar voru sýndir 384 hrútar, 239 tveggja vetra og eldri og 145
veturgamlir, er það um 14 hrútum færra en 1974. Hrútar 2ja
vetra og eldri vógu nú 93,9 kg til jafnaðar eða 5,0 kg minna
en fyrir fjórum árum, en þeir veturgömlu vógu 78,3 kg eða
6,0 kg minna en 1970. Fyrstu verðlaun hlutu 209 hrútar eða
54,4%, sem er mun hagstæðara hlutfall en 1974, en þá fengu
38,9% I. verðlaun.
Þorkelshólshreppur. Þar var sýndur 61 hrútur, þar af 39
2ja vetra og eldri og 22 veturgamlir. Þeir fullorðnu vógu
93,0 kg að meðaltali, sem er 0,9 kg minna en meðaltal
jafngamalla hrúta í sýslunni, en þeir veturgömlu vógu 77,2
kg, sem er 2,6 kg minna en hrútar á sama aldri í héraðinu.
Fyrstu verðlaun hlutu 25 hrútar fullorðnir og 5 veturgamlir
eða 49,2%, en 35% fyrir fjórum árum. Beztir af 3ja vetra
hrútum og eldri voru Lítillátur Gunnlaugs í Nýpukoti og
Hnykill Teits í Víðidalstungu, þeir eru báðir jafnvaxnir og
þokkalegar kindur. Af tvævetrum hrútum stóðu efstir Viggi í
Víðidalstungu og Spakur Sigurvalda á Litlu-Ásgeirsá, en
veturgamli hrúturinn Mörður Soldánsson var álitlegastur í
sínum aldursflokki.
Þverárhreppur. Sýndir voru aðeins 19 hrútar, 11 full-
orðnir, sem vógu 85,6 kg að meðaltali, og 8 veturgamlir, sem
vógu 68,5 kg til jafnaðar. Báðir aldursflokkar voru léttastir
sinna jafnaldra í héraðinu. Fyrstu verðlaun hlutu 9 hrútar
eða 47,4%, en 37,8% 1974. Vaxtarlag og þroski hrúta er
misjafn, en innan um eru ágætlega gerðir einstaklingar.
Beztu fullorðnu hrútarnir voru þeir Hörður og Ford
Jóhannesar á S.-Þverá og Snúður Jónínu á Harastöðum. Þeir
eru allir vel gerðar kindur. Af veturgömlum voru álitlegastir
þeir Kubbur og Akur á S.-Þverá og Vöggur Karls á Hara-
stöðum.