Búnaðarrit - 01.01.1979, Side 381
HRÚTASÝNINGAR
375
Kirkjuhvammshreppur. Par voru sýndir 58 hrútar, 37
tveggja vetra og eldri og 21 veturgamall. Þeir fullorðnu vógu
98.2 kg að meðaltali, sem er næst mesti þungi fullorðinna
hrúta í sýslunni, og þeir veturgömlu vógu 88,2 kg og voru
þyngstir sinna jafnaldra í héraðinu. Fyrstu verðlaun hlutu 27
hrútar 2ja vetra og eldri og 10 veturgamlir eða 63,8%, en
42,3% fyrir fjórum árum. Aðeins einn hrútur fór í úrkast og
einn hlaut III. verðlaun. Margir ágætir einstaklingar voru
þar á sýningunni og vænleiki og þroski hrúta til fyrirmyndar.
Beztu hrútar 3 ja vetra og eldri voru Máni Hjálmars á Bergs-
stöðum og Prúður félagsbúsins á Sauðá. Þeir eru báðir ríg-
vænir, rýmismiklir og bakbreiðir. Tvævetlingarnir Áni á
Bergsstöðum og Kóngsi Jóns á Ánastöðum, sem báðir eru
synir Anga sæðisgjafa frá Hesti, eru úrtökugóðir ein-
staklingar, útlögumiklir, holdgóðir og lágfættir, með af-
bragðs lærahold. Gosi var efstur af veturgömlum hrútum.
Hvammstangahreppur. Sýndir voru 12 hrútar, þar af 7
fullorðnir, sem vógu 101,0 kg að meðaltali og 5 veturgamlir,
sem vógu 82,0 kg til jafnaðar. Voru þeir jafn þyngstir í sínum
aldursflokkum í sýslunni. Fyrstu verðlaun hlutu 5 hrútar eða
41,7%. Beztu fullorðnu hrútarnir voru Sómi Karls Teitsson-
ar og Svartur Eggerts Levy, en af veturgömlum var álitleg-
astur Bergur Björns Bjarnasonar.
Ytri-Torfustaðahreppur. Par voru sýndir 93 hrútar, 50
tveggja vetra og eldri og 43 veturgamlir. Þeir fullorðnu vógu
94.3 kg að meðaltali, sem er 0,4 kg meira en meðaltal
sýslunnar, og þeir veturgömlu 77,9 kg, sem er 0,4 kg minna
en jafnaldrar þeirra í héraðinu. Fyrstu verðlaun hlutu 35
hrútar fullorðnir og 14 veturgamlir, sem er 52,7%, en
26,3% fyrir fjórum árum. Mikill áhugi er fyrir fjárrækt og
góðri fóðrun í hreppnum, enda bar sýningin þess merki. Af
3ja vetra kollóttum hrútum stóðu efstir þeir Magni Guð-
mundar á Stóra-Ósi og Völlur Guðmundar á Mýrum, en
báðir þessir hrútar eru jafnvaxnir, útlögugóðir og bak-
breiðir, en af hyrndum hrútum stóð Ási á Mýrum efstur.