Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 391
héraðssYningar á hrútum
385
Kútur, 1 v............... Félagsbúið Tjörn
Snær, 5 v................ Jón Ófeigsson, Hafnarnesi
Hnykill, 2 v............. Sami
Týr, 4 v................. Steindór Guðmundsson, Hvammi.
I. verðlaun B hlutu eftirtaldir hrútar, óraðaðir:
Nafn og aldur Eigandi
Holti, 3 v............... Torfi Þorsteinsson, Haga
Surtur, 2 v.............. Ragnar Jónsson, Akurnesi
Elvar, 3 v............... Skírnir Hákonarson, Borgum
Fífill, 2 v.............. Þorsteinn Geirsson, Reyðará
Kútur, 1 v............... Sami
Forni, 1 v............... Sami
Bezti hrútur sýningarinnar var dæmdur Viður, eigandi
Bergur Bjarnason, Viðborðsseli. Viður er sonur Lopa
Hlutssonar frá Holtahólum, móðir Urð. Viður er jafnvax-
inn, holdgróinn glæsikind. Annar bezti hrútur sýningarinnar
var dæmdur Sproti, eigandi Haukur Bjarnason, Holtaseli.
Sproti er frá Holtahólum, faðir Lagður, móðir Perla. Sproti
er jafnvaxinn, með frábær mala- og lærahold. Þriðji í röð var
Lopi, eigandi Bergur Bjarnason, Viðborðsseli. Lopi er frá
Holtahólum, faðir Hlutur, móðir Sókn. Lopi er sterkbyggð
kind með frábæra bringubyggingu. Fjórði í röð var Seifur,
eigandi Steindór Guðmundsson, Hvammi. Seifur er frá
Holtahólum, albróðir Lopa.
Athygli vekur, að allir eru þessir hrútar ættaðir frá Holta-
hólum. Þrír þeirra fengnir þaðan og einn undan hrút frá
Holtahólum. Þá er vert að benda á, að Hlutur 69-866 frá
Holtahólum er faðir tveggja þessara hrúta og afi hinna.
Hlutur var tekinn í afkvæmarannsókn hjá Sauðfjárræktar-
félagi Mýramanna, og hlaut fyrir það góða dóma. Síðan fékk
Búnaðarsamband Eyjafjarðar Hlut til notkunar á sæðingar-
stöðinni þar. Hlutur var síðan notaður á sæðingarstöðinni að
Hesti í Borgarfirði og er nú á sæðingarstöðinni í Laugardæl-
um. Þessir fjórir hrútar bera þess glöggt vitni hverjum ár-
angri Guðmundur Bjarnason í Holtahólum hefur náð í
fjárrækt sinni á undanförnum árum.