Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 398
392 BÚN AÐARRIT
Nafn Aldur Eigandi:
Goöi 3v. Vésteinn Vésteinsson, Hofsstaðaseli, Viövíkurhr.
Gói 4v. Sigurberg Kristjánsson, Bústöðum, Lýtingsstaðahr.
Hnokki 3v. Kjartan Björnsson, Krithóli, Lýtingsstaðahreppi.
Hængur lv. Sami.
Kölski 2v. Indriði Stefánsson, Álfgeirsvöllum, Lytingsst.hr.
Funi lv. Sami.
Snúöur lv. Hjálmar Guðjónsson, Tunguhálsi, Lýtingsstaðahreppi.
Spakur lv. Stefán Stefánsson, Brennigerði, Skarðshreppi.
Bezti hrútur sýningarinnar var Bóas 75—121, Pálma Júl-
íussonar, Syðra-Skörðugili. Hann er heimaalinn, sonur
Anga 68—875 frá Hesti, en hann hlaut á sínum tíma
heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Að Anga standa þekktir
kynbótagripir. Hann var sonur Bóasar á Hesti er hlaut I.
verðlaun fyrir afkvæmi. Bóas á Hesti var Rostason 64—809
frá Baldursheimi, en Rosti var sonur Spaks 73 frá Grásíðu.
Móðurfaðir Anga var Vinur 104 á Hesti, sem mun hafa verið
sterkur ættfaðir á Hestbúinu.
Móðir Bóasar 75—121 er Bjartieit 158 á Syðra-Skörðu-
gili, er var dóttir Snæs 66—843 frá Litluströnd. Bjartleit 158
hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi 1976.
Bóas 75—121 er jafnvaxinn með framúrskarandi bak-
mala-og lærahold, hvíta og góða ull, og er klettþungur miðað
við stærð. Bóas hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi þetta haust.
Hann hlaut 87.5 stig fyrir byggingu og að verðlaunum far-
andgrip þann, er Kaupfélag Skagfirðinga gaf.
Annar í röð var Sporður Jóhannesar Sigmundssonar,
Brekkukoti, Hofshreppi. Hann er heimaalinn, sonur Anga
68—875 og Stirtlu 84. Sporður er prýðilega gerður, fremur
bollangur, óvenjulega útlögumikill, með afbragðs bak-,
mala- og lærahold og góða og mikla ull. Hann hlaut 86 stig.
Priðji í röð var Stjarni 125, Sigurjóns Jónassonar, Syðra-
Skörðugili, Seyluhreppi. Hann er sonur Mola 70—869 frá
Hesti, er hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi, m. Stjarna 65 á
Syðra-Skörðugili. Stjarni hefur góða lengd, sterkt holdgróið
bak, vel lagaðar og fylltar malir og ágæt lærahold. Hann
hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi þetta haust.