Búnaðarrit - 01.01.1979, Side 410
404
BÚNAÐARRIT
söm er hvít, hyrnd, gul á haus og fótum, hærð í skæklum,
mölum og lærum, en annars með allgóða ull, virkjamikil og
sterkbyggð, með sterka fætur og allgóða fótstöðu. Af-
kvæmin eru hymd, 4 hvít og eitt svart, flest hærð í ull og
veturgamla ærin fremur grófgerð. Roði er ágætlega gerður
hrútur, en hlaut sem að framan er getið III. verðlaun fyrir
afkvæmi á þessu hausti, hrútlömbin líkleg hrútsefni. Frjó-
söm var tvílembd gemlingur, þá einlembd, síðan alltaf tvíl-
embd og hefur 7,1 í afurðastig.
Frjósöm 73—032 hlaut II. verdlaun fyrir afkvæmi.
D. Geira 69—007 Ketils Guðjónssonar, Finnastööum, er frá
Sunnuhlíð á Svalbarðsströnd. Hún er hvít, hyrnd, gul á haus
og fótum, mjög gulskotin á ull, með sterka fætur og rétta
fótstöðu, jafnvaxin og sterkbyggð. Afkvæmin eru hyrnd, 3
hvít, 2 grá, líkjast móður að gerð, en önnur ærin gölluð á ull
og Roði lítill um brjóst, en ágætlega holdfylltur á mölum og í
lærum, hrútlambið holdgott, en hæpið í málum, gimbrin
ærefni. Geira er ágætlega frjósöm og hefur 8,0 í afurðastig.
Geira 69—007 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Glód 72—039 Ketils er heimaalin, f. Sómi, m. Spök. Glóð
er hvít, hyrnd, gul á haus og fótum, með sterka fætur og rétta
fótstöðu, virkjamikil, jafnvaxin og sterkbyggð. Afkvæmin
eru hyrnd, eitt svart, hin hvít, hrútarnir grófgerðir, grófull-
aðir og nokkuð merghærðir, Daladís vel gerð ær, hrútlömbin
hæpin hrútsefni. Glóð var mylk gemlingur, hefur síðan verið
tvisvar tvílembd, tvisvarþrílembd, ogeinu sinni einlembd og
er með 9,3 í afurðastig.
Glóð 72—039 hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
Akureyri
Þar var sýndur einn hrútur og fjórar ær með afkvæmum, allt
hjá sama eiganda, Árna Magnússyni, Hálundi 2, sjá töflu 6
og 7.