Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 418
412
BÚNAÐARRIT
hyrnd, svartdröfnótt í andliti, löng, jafnvaxin og sterkbyggð,
með ágætar útlögur, breiðar malir og ágæt malahold, allvel
hvíta, sterka og góða ull, sterka fætur og góða fótstöðu.
Afkvæmin eru hvít, hyrnd, sum gul á haus og fótum, önnur
björt, með allgóða ull. Ljómi er með ágæta frambyggingu,
bringu og útlögur, með ágæt lærahold, en ekki þykk
bakhold, lenti í sveltu á síðast liðnu vori, festist í girðingu.
Gimbrarnar eru síðbornar og smávaxnar, en ágætlega
gerðar, með mjög góð lærahold. Snjóhvít var tvílembd
gemlingur, varð þá einspena, hún hefur átt 17 lömb og
gengið með tvö, nema tvævetlu árið með eitt, og hefur 5,3 í
afurðastig á einu júgri. Hópurinn í heild samstæður, jafn-
gerður og ræktarlegur.
Snjóhvít 71—129 hlaut I. verðlaun fyrir afkvœmi.
F. Fóstra 70—055 Birgittu Sigurðardóttur, Staðarbakka, var
sýnd með afkvæmum 1976, sjá 90. árg., bls. 536. Dæturnar
eru tæplega meðalær í afurðum, gimbrin líklegt ærefni, ann-
að hrútlambið að gerð hrútsefni, lömbin með ágæt lærahold,
Bakki ágætlega gerður I. verðlauna hrútur. Fóstra er frjó-
söm og hefur 8,8 í afurðastig.
Fóstra 70—055 hlaut öðru sinni II. verðlaun fyrir af-
kvæmi.
G. Hrönn 72—147 Skúla á Staðarbakka er heimaalin, f.
Þokki 66—059, m. Spjálk 111. Hrönn er hvít, hyrnd, fölgul á
haus og fótum, gul í skæklum, með allgóða ull, sterka fætur
og góða fótstöðu, ágæta bringu og útlögur, virkjamikil, jafn-
vaxin og sterkbyggð. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, sum gul á
haus og fótum, Sómi útlögumikill, jafnvaxinn, með ágætan
bakvöðva og góð mala- og lærahold, önnur veturgamla ærin
djásn að gerð, annað gimbrarlambið gott ærefni. Hrönn var
mylk gemlingur, síðan tvisvar þrílembd, annars tvílembd og
er með 6,9 í afurðastig.
Hrönn 72—147 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.