Búnaðarrit - 01.01.1979, Síða 419
AFKVÆMASÝNING AR Á SAUÐFÉ
413
H. Gullbrá 71—140 Skúla er heimaalin, f. Þokki 66—059,
m. Heiðbrá 68—084, sem hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi
1976, sjá 90. árg., bls. 538. Gullbrá er hvít, hyrnd, gul á haus
og fótum og gul á ull, með allsterka fætur og rétta fótstöðu,
jafnvaxin og sterkbyggð. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, gul á
haus, fótum og ull, með sæmilega fótstöðu, líkjast í mörgu
móður að gerð, Haukur góð I. verðlauna kind að gerð, en
gulur á ull, hlaut á héraðssýningu I. verðlaun B, hrútlambið
allgott hrútsefni að gerð, gimbrin ærefni. Gullbrá er
ágætlega frjósöm, en hefur þó ekki nema 5,5 í afurðastig.
Gullbrá 71—140 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
I. Kolla 68—200 Viðars Þorsteinssonar, Brakanda, var sýnd
með afkvæmum 1976, sjá 90. árg., bls. 539. Kubbur er
hyrndur, grófur um herðar, en ágætlega holdfylltur á mölum
og í lærum, gimbrin gott ærefni, dæturnar frjósamar og góðar
afurðaær. Kolla er með 7,1 í afurðastig.
Kolla 68—200hlaut öðrusinni II. verðlaunfyrirafkvæmi.
J. Kolla 70—115 sama eiganda er heimaalin, f. Dropi
65—810 sæðisgjafi að Lundi, m. Kolla 68—200, sem á
undan er getið að hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi. Ærin er
alhvít, svartflikrótt á grönum og augnalokum, með fremur
grófa ull, sterka fætur og þokkalega fótstöðu, sterkan, bein-
an hrygg, en gróf á krossbein og tortu. Afkvæmin eru kollótt
og hyrnd, 5 hvít, 2 svartbíldótt, eitt dropótt, það dropótta
með svarta skýlu á rassi, þau hvítu með alhvíta, sæmilega ull,
með rétta fætur og allgóða fótstöðu. Glókollur er sterk-
byggður og kjötmikill hrútur, en nokkuð grófbyggður, kom
illa út með gerð falla og vænleika lamba í afkvæmarannsókn,
hrútlambið líklegt hrútsefni, þó gróft á krossbein og fullhá-
fætt, gimbrin nothæft ærefni, gróf um spjald og krossbein.
Kolla er frjósöm og hefur 7,5 í afurðastig.
Kolla 70—115 hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
27