Búnaðarrit - 01.01.1979, Side 422
416
BÚN AÐARRIT
frekar grófa ull. Afkvæmin eru öll hvít, kollótt, flest gul á
haus og fótum, hafa misjafnar útlögur, fremur gróft bak, en
sæmilega holdfyllt, allgóðar malir, en um of opið uppklof á
flestum. Þau eru sum háfætt, en hafa sterka og rétta fætur.
Ullin er gróf. Vænleiki lamba er í meðallagi, en dætur eru
yfir búsmeðaltali að frjósemi.
Stubbur 72-004 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Hofshreppur.
Þar voru sýndar 2 ær með afkvæmum, sjá töflu 14.
Tafla 14. Afkvæmi áa í Hofshrcppi
1 2 3 4
A. Móðir: Gjöf 71-011, 7 v 57,0 92,0 20,0 130
Sonur: Kubbur, 2 v., II. v 80,0 102,0 24,0 132
Dætur: 1 ær, 3 v., tvíl 45,0 84,0 19,0 124
2 ær, 1 v., einl 52,0 92,5 19,0 124
1 gimbrarlamb, tvíl 36,0 80,0 18,0 113
/i. Móðir: Krima 70-051, 8 v 70,0 97,0 21,0 136
Synir: Vísir, 3 v., I. v ... 101,0 112,0 25,0 126
1 lambhr., tvíl 41,0 79,0 18,0 113
Dætur: 2 ær, 3—5 v., tvíl 62,0 96,0 20,5 130
1 gimbrarl., tvíl 41,0 80,0 18,0 113
A. Gjöf 71-011 Óttars Skjóldals, Enni, f. Smári, m.
Síðklædd, er hyrnd, ígul á haus og fótum, fremur útlögulítil,
gróf á bak og malir, en lærahold sæmileg, ull fremur
grófgerð. Afkvæmin eru öll hvít og hyrnd, fremur grófbyggð
og skortir góðar útlögur. Gjöf er frjósöm og góð afurðaær.
Gjöf 71-011 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
B. Kríma 70-051 Axels Þorsteinssonar, Litlu-Brekku, er
heimaalin, f. Bjartur 68—051 á Skála, m. Frevja. Kríma er
hyrnd, hvít, fölgul á haus og fótum, bollöng, sterkbyggð
hetjukind, en of háfætt. Afkvæmin eru öll hyrnd, gul á haus
og fótum, og eru öll lágfættari en móðirin. Vísir er vel