Búnaðarrit - 01.01.1979, Side 425
AFKVÆMASÝNING AR A SAUÐFÉ
419
hyrnd, hvít, fölgul á haus og fótum, vel gerð, bollöng og
hetjuleg. Afkvæmi hennar eru væn og vel gerð, með ágætar
útlögur, breitt, sterkt og holdgróið bak og ágætar malir og
læri. Þau eru lágfætt og samstæð og bera einkenni ræktunar.
Hnöttur var valinn á héraðssýningu og hlaut þar I. verðlaun
A. Lambhrútarnir eru ágæt hrútsefni og ærnar mjólkur-
lagnar.
Samba 70-339 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Stássa 67-281 sama eiganda er heimaalin, f. Spakur 150
(Gullintanni), m. Fröken 209. Stássa er hvít og hyrnd,
prýðilega gerð, klettþung og lágfætt. Afkvæmin eru öll hvít
og hyrnd, ígul á haus og fótum, en hvít á ull. Þau eru fremur
bollöng, með framúrskarandi frambyggingu, breitt spjald og
mikil hold. Kubbur er góður I. verðl. hrútur, lambhrútarnir
mjög góð hrútsefni, dæturnar vel í meðallagi frjósamar og
ágætlega mjólkurlagnar. Hópurinn í heild er glæsilegur.
Stássa endist vel, þrátt fyrir að hún hefur verið 8 sinnum
tvílembd og skilað góðum afurðum.
Stássa 67-281 hlaut I. verðlaun fyrir afkvœmi.
Lýtingsstaðahreppur
Þar voru sýndir 5 afkvæmahópar, 1 með hrút og 4 með ám,
sjá töflu 17 og 18.
Tafla 17. Afkvæmi Hnalls 72-064 á Tunguhálsi.
1 2 3 4
Faðir: Hnallur 72-064, 7 v 84,0 105,0 25,0 134
Synir: 2 hrútar, 3—4 v., I. og II. v. 94,5 107,5 24,5 131
2 lambhr., tvíl 42,0 83,5 19,0 120
Dætur: 10 ær, tvíl 65,3 97,1 21,2 127
8 gimbrarl., tvíl 36,6 79,8 18,6 117
Hnallur 72-064 Hjálmars Guðjónssonar, Tunguhálsi, er
heimalinn, f. Hnallur 62-816, m. Fjárprúð. Hnallun er
hyrndur, hvítur, með fremur vel hvíta ull, en fullgrófa, er