Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 435
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
429
A. Dugga 69-181 Bjarna Jónssonar, Hóli, er heimaalin, f.
Rosti 67-071 á Hóli. Hún er hyrnd, gul á haus og fótum.
Afkvæmi hennar eru einnig hyrnd og hvít. Þau eru'ekki
samstæð. Fullorðni hrúturinn er tæpur I. verðlauna hrútur,
önnur ærin, Slaufa, er vel gerð, lambhrúturinn er hrútsefni
og gimbrin sæmileg. Dugga er frjósöm og afurðahá.
Dugga 69-181 hlant II. verðlaun fyrir afkvæmi.
B. Ófeig 69-387 sama eiganda er heimaalin, f. Rosti 67-071,
ff. Rosti 64-809, mf. Þokki 59-803. Ærin er hvít, hyrnd, gul á
haus og fótum, með breiðan, svipmikinn haus, fremur
bollöng, útlögumikil, holdgóð. Afkvæmin eru hyrnd, hvít,
flest ígul á haus og fótum. Þau bera sterk einkenni móður
sinnar. Garðar á Syðra-Skörðugili er ágætur I. verðl. hrútur
og stóð þriðji í röð veturgamalla hrúta í Seyluhreppi. Öll eru
afkvæmin mjög vel gerð og sum þeirra eru afbragð. Ófeig er
frjósöm og mjög afurðahá. Tvævetlurnar voru báðar tví-
lembdar.
Ófeig 69-387 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
Rípurhreppur
Þar voru sýndir 2 hrútar með afkvæmum, sjá Tafla 23. Afkvæmi hrúla í Eyhildarholti töflu 23.
1 2 3 4
A. Faðir: Feykir 75-025, 3 v . 104,0 115,0 27,0 131
Synir: 2 hrútar, 1 v., I. v 87,0 104,0 24,5 126
2 lambhr., tvíl 41,5 81,0 18,5 115
Dætur: 3 ær, 2 v., einl 66,0 97,0 21,3 124
7 ær, 1 v., 5 mylkar 55,7 91,0 20,0 122
8 gimbrarl., tvíl 40,0 80,4 18,0 113
13. Faðir: Karkur 75-026, 3 v 115,0 113,0 25,5 126
Synir: 2 hrútar, 1 v., I. og II. v. . . 94,0 104,0 23,5 124
2 lambhr., annar tvíl 45,5 83,0 19,0 1 19
Dætur: 3 ær, 2 v., tvíl 65,3 92,7 19,7 124
7 ær, 1 v., 2 mylkar 61,6 94,3 20,6 127
8 gimbrarl., 5 tvíl 42,8 81,4 18,4 1 16
28