Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 436
430
BÚN AÐARRIT
A. Feykir 75-025 Gísla Árnasonar, Eyhildarholti, er heima-
alinn,f. Angi 68-875, m. Loppa 69-290, mf. Flóki. Feykir er
hyrndur, hvítur, ígulur á haus og fótum. Hann er óvenju
þéttvaxinn, með góðan haus, framstæða og breiða bringu,
sléttar herðar, breitt bak og gróið holdum, malir breiðar,
einkum fram og holdfylltar, Iærahold mjög góð. Feykir var
valinn á héraðssýningu og varð 8. í röð heiðursverðlauna
hrúta. Afkvæmin eru öll hvít, hyrnd, flest gul á haus og
fótum. Þau eru samstæð að gerð og líkjast föður sínum mjög,
með afbrigðum holdgróin og vigta vel eftir stærð. Fullorðnu
hrútarnir eru mjög góðir I. verðl. hrútar og lambhrútarnir
hrútsefni. Dætur eru ungar og lítt reyndar ennþá. Feykir
gefur væn lömb og er álitlegur kynbótagripur, ef dætur reyn-
ast vel.
Feykir 75-025 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
B. Karkur 75-026 sama eiganda er heimaalinn, f. Angi
68-875, m. Eyja 72-330, mf. Snær 66-843. Karkur er
hyrndur, gulur í hnakka og á fótum. Hann er fremur langur,
með framstæða bringu, en of krappa aftur, herðar eru grófar
og ekki fylltar, bak er sæmilega breitt og holdgott, malir
allvel lagaðar og fylltar, lærahold sæmileg. Karkur er full-
krappur fram og vembdur. Afkvæmin eru hyrnd, flest gul á
haus og fótum, sum með of gula ull. Þau eru fremur löng,
frambygging misjöfn, bak og malahold yfirleitt góð, en slök
læri á flestum. Þau eru fullvembd eins og faðirinn. Lítil
reynsla er komin á afurðahæfni dætra.
Karkur 75-026 hlaut III. verðlaun fyrir afkvœmi.
Skarðshreppur
Þar voru sýndir 3 afkvæmahópar, 1 með hrúti og 2 með ám,
sjá töflu 24 og 25.