Búnaðarrit - 01.01.1979, Síða 437
AFKVÆMASÝNING AR Á SAUÐFÉ
431
Tafla 24. Afkvænii Svola á Ingveldarstöðum
1 2 3 4
Faðir: Svoli 75-024, 3 v 99,0 109,0 25,0 125
Synir: 2 hrútar, 1 v., I. v 79,0 98,0 23,5 132
3 lambhr., 2 tvíl 46,7 83,7 18,3 114
Dætur: 3 ær, 2 v., 1 tvíl 54,3 89,0 18,7 126
7 ær, 1 v., einl 51,3 89,1 18,6 123
7 gimbrarl., 5 tvíl 39,3 79,6 17,7 114
Svoli 75-024 Úlfars Sveinssonar, Ingveldarstöðum, er frá
Reykjarhóli í Seyluhreppi, f. Moli 70-869 frá Hesti, m.
Brúða. Svoli er hvítur, hyrndur, með fullkrappa frambygg-
ingu, en prýðilega holdgóður á baki, mölum og lærum. Hann
var valinn á héraðssýningu og hlaut þar I. verðl. A. Af-
kvæmin eru hyrnd, hvít nema 3, sem eru svört. Þau eru
lágfætt og holdgóð, en helzt má að þeim finna, að brjóstkassi
er of þröngur og bak er í mjórra lagi. Fullorðnu synirnir
hlutu I. verðlaun og lambhrútarnir eru nothæf hrútsefni.
Lambavænleiki er í meðallagi og reynslu á afurðahæfni
dætra skortir.
Svoli 75-024 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Tafla 25. Afkvæmi áa í Skarðshreppi
1 2 3 4
A. Móðir: Prýði 100, 6 v 68,0 100,0 20,0 135
Synir: Þokki, 1 v, I. v 76,0 99,0 24,0 126
1 Iambhr., tvíl 50,0 85,0 19,0 119
Dætur: 1 ær, 3 v., einl 61,0 100,0 21,0 130
1 ær, 1 v., tvíl 52,0 92,0 19,5 130
1 gimbrarl., tvíl 48,0 85,0 19,5 119
B. Móðir: Fallegagul 73-224, 5 v. . . 69,0 91,0 21,0 130
Sonur: Þokki, 1 v., II. v 78,0 98,0 23,0 132
Dætur: 2 ær, 3—4 v., 1 tvíl 71,5 94,0 21,0 131
2 gimbrarl., tvíl 45,0 81,5 18,8 117
A. Prýði 100 Hróðmars Hjörleifssonar, Kimbastöðum, er
heimaalin, f. Holti, m. nr. 7. Hún er hyrnd, hvít, gulleit á
haus og fótum, með fremur grófa ull. Afkvæmin eru hvít og