Búnaðarrit - 01.01.1979, Side 440
434
BÚNAÐARRIT
Áshreppur
Þar var sýnd ein ær með afkvæmum hjá Reyni Steingríms-
syni í Hvammi, sjá töflu 27.
Tatla 27. Afkvæmi 72-201 Reynis Steingrímssonar í Hvammi
1 2 3 4
Módir: 72-201, 6 v 79,0 100,0 22,5 " 125
Synir: 2 hrútar, 3 v, I. v . . .. 103,0 111,0 26,0 125
Máni, 1 v., I. v 94,0 108,0 26,0 125
Dætur: 2 ær, 2 v., tvíl 65,5 98,0 20,8 123
gimbrarlamb 48,0 87,0 20,5 115
72-201 Reynis í Hvammi er heimaalin, f. Snær 66-843 sæð-
isgjafi að Lundi, m. 538. 72-201 er hvít, hyrnd, gul á haus og
fótum, ullin mikil og sæmilega góð, útlögur miklar og góðar,
bakið breitt, sterkt og holdmikið, fætur sterkir og vel settir.
Afkvæmin eru öll hvít, hyrnd, hvít eða gul á haus og fótum.
Þau eru öll rígvæn og rýmismikil, með góð bak-, mala- og
lærahold, lágfætt og ræktarleg. Synirnir eru allir úrtökugóðir
I. verðlauna hrútar. Tvævetlúmar voru báðar með lömbum
gemlingar og tvílembdar nú með ágætum lömbum. Þær eru
einstaklega útlögugóðar og ræktarlegar ær og gimbrar-
lambið er útmetið ærefni. 72-201 hefur einkunnina 8,0 fyrir
afurðir.
72-201 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
V estur-Húna vatnssýsla
Þar voru sýndir 4 afkvæmahópar, 2 með hrútum og 2 með
ám.
Ytri- Torfustaðahreppur.
Sýndir voru 4 afkvæmahópar, allir frá félagsbúinu Syðsta-
Ósi, sjá töflu 28 og 29.
Tafla 28. Afkvæmi hrúta á Syðsta-Ósi
1 2 3 4
A. Faðir: Hnykilt* 73-031, 5 v 81,0 105,0 25,0 130
Synir: 2 hrútar, 2 og 3 v., 1. v. ... 92,5 108,0 25,0 129
2 hrútlömb, tvíl 47,5 82,0 19,0 118