Búnaðarrit - 01.01.1979, Qupperneq 441
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1 2 3 435 4
Dætur: 9 ær, 2 og 3 v., 6 tvíl 70,4 97,1 21,3 127
1 ær, 1 v., mylk 59,0 94,0 21,0 128
8 gimbrarlömb, tvíl 44,0 82,2 19,1 118
B. Faöir: Magni* 74-034, 4 v 106,0 111,0 26,5 130
Synir: 4 hrútar, 1 v., 2 I. v. og 2 II. v. 76,2 98,0 23,2 131
Dætur: 4ær,2 og3v.,2 einl. og2 misstu 72,5 99,2 23,0 127
7 ær, 1 v., 4 mylkar 60,4 92,8 20,8 127
8 gimbrarlömb, tvíl 39,7 79,1 18,5 117
A. Hnykill 73-031 er heimaalinn, f. Bátur 68-830 sæðisgjafi
frá Hesti, m. Fríð. Hnykill er hvítur, kollóttur, fölgulur á
haus og fótum, ullin ágætlega hvít og mikil, útlögur góðar,
bak og malir breiðar, en tæplega nógu holdgóðar, og læra-
hold góð.
Afkvæmin eru öll hvít, kollótt, fölgul, gul og svardropótt í
andliti og á fótum. Þau hafa vel lagaða bringu og útlögur
góðar, breitt bak og sæmilega holdgott og lærahold yfirleitt
ágæt. Fullorðnu synirnir hlutu I. verðlaun og er annar þeirra
góður, hinn sæmilegur og lambhrútarnir eru góð hrútsefni.
Dæturnar eru ágætlega mjólkurlagnar og í góðu meðallagi
frjósamar. Gimbrarlömbin eru snotur ærefni.
Hnykill 73-031 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
B. Magni 74-034 er heimaalinn, f. Blettur, m. 47. Hann er
hvítur, kollóttur, ljósgulur á haus, hnakka og fótum, ullin
mikil og ágætlega góð, útlögur miklar og góðar, bakið breitt,
sterkt og holdþétí, malir breiðar og holdgrannar, lærahold
góð. Afkvæmin eru öll hvít, kollótt, fölgul og ljósgul á haus
og fótum, herðar jafnar og útlögur miklar, bakið breitt og
holdgott á flestum afkvæmanna, lærahold frekar góð og
fætur stuttir og fótstaða góð. Tveir af veturgömlu hrútunum
eru I. verðlauna kindur, hinir tveir hlutu II. verðlaun. Dæt-
urnar eru ungar og því lítil reynsla komin á afurðagetu
þeirra. Þær lofa góðu með mjólkurlagni. Gimbrarlömbin eru
flest þokkaleg ærefni.
Magni 74-034 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.