Búnaðarrit - 01.01.1979, Qupperneq 443
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
437
Borgarfjarðarsýsla
Þar voru sýndir 15 afkvæmahópar, 5 með hrútum og 10 með
ám.
Reykholtsdalshreppur
Þar var sýndur einn hrútur með afkvæmum, Glitur Jóns
Þorsteinssonar í Giljahlíð, sjá töflu 30.
Tafla 30. Afkvæmi Glits 72-446 Jóns í Giljahlíð
12 3 4
Faöir: Glitur 72-446, 6 v 98,0 107,0 24,0 126
Synir: Fylkir, 3 v, I. v 115,0 110,0 26,0 127
2 hrútar, 1 v., I. v 86,5 100,5 23,2 128
2 hrútl., tvíl 45,5 80,0 18,2 116
Dætur: 7 ær, 3—4 v., 5 tvfl., 1 tvíl./einl. 67,0 93,9 20,3 124
3 ær, 1 v., 1 missti, 1 lét .... 58,3 92,7 20,8 123
9 gimbrarl., tvíl 40,2 79,2 18,6 112
Glitur 72-446 Jóns í Giljahlíð er fæddur Fjárræktarbúinu á
Hesti, f. Angi 68-875, m. Spakdís 1964, mf. Spakur 57-806,
mmf. Glitnir í Oddgeirshólum. Glitur er hvítur, hyrndur,
fölkolóttur á haus og gulur á fótum, með sterka, beina fætur
og gleiða fótstöðu, ágæta bringu og útlögur, sterkt, holdgott
bak, breiðar, aðeins afturdregnar malir og góð lærahold.
Afkvæmin eru hyrnd, flest hvít, nokkur svört, jafnvaxin,
samstæð og ræktarleg, með breiðar, jafnar malir, en líkjast
að öðru föður að gerð. Annað hrútlambið er gott hrútsefni,
gimbrarnar ágæt ærefni, margar djásn að gerð. Auk gimbra,
sem fylgdu afkvæmahóp, voru skoðaðar 5 ágætar tví-
lembingsgimbrar og einn einlembingur. Veturgömlu syn-
irnir eru góðir I. verðlauna hrútar og Fylkir ágæt kind.
Ærnar eru frjósamar og allgóðar mjólkurær. Glitur var lán-
aður einn vetur að Varmalæk, en seldur að Giljahlíð 1977.
Ærnar og hrútarnir eru frá Hesti, en lömbin öll frá Giljahlíð.
Glitur 72-446 hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi.