Búnaðarrit - 01.01.1979, Side 445
AFKVÆM ASÝNING AR Á SAUÐFÉ
439
hyrndur, fölgulur á haus og fótum, með allvel hvíta, sterka
og hrokkna ull, ágæta bringu og útlögur, sterkt, holdgott
bak, holdfylltar malir og ágæt lærahold, sterka fætur og
beina fótstöðu. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, flest fölgul á haus
og fótum, með sterka, góða ull og allgóða fótstöðu, en sum
nokkuð kjúkulöng, jafngerð og stinnholda. Gimbrarnar eru
góð ærefni, með góð lærahold, annað hrútlambið sæmilegt
hrútsefni, hrútarnir allir góðir I. verðlauna hrútar. Kjarni
hefur 102 í einkunn fyrir 194 lömb, en 95 fyrir 27 dætur.
Kjarni 73-602 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
B. Ljótur 73-323 Fjárræktarbúsins að Hesti er heimaalinn, f.
Sörli 302, m. 1536. Hann er hvítur, kollóttur, dröfnóttur á
haus og fótum, ígulur á hnakka, með þokkalega mikla, en
aðeins merghærða ull, en góðan lokk og gljáa, sterkt, hold-
gott bak, aðeins afturdregnar malir og þokkaleg lærahold,
þolslegur, með rétta og sterka fætur og góða fótstöðu. Af-
kvæmin eru hvít, kollótt, nema annar hrúturinn og eitt
gimbrarlamb hyrnd, með sæmilega hvíta ull, en misjafna
fótstöðu, sterka yfirlínu, og sum með allgóð bakhold, en um
of ber á tortu eins og faðirinn, ekki samstæð að gerð. Gári er
góður I. verðlauna hrútur, hinn sæmilega vöðvafylltur, en
lakari í málum og skortir Iærahold, hrútlömbin ekki hrúts-
efni, en sum gimbrarlömbin nothæf ærefni. Ærnar eru ekki
nógu frjósamar, en eru mjólkurlagnar og koma því vel út
með afurðastig.
Ljótur 73-323 hlaut III. verðlaun fyrir afkvœmi.
C. Höður 73-093 skólabúsins á Hvanneyri er heimaalinn, f.
Muni 86, m. 1006. Höður er hvítur, hyrndur, með vel hvíta
ull, rétta fætur og góða fótstöðu, jafnvaxinn og þéttbyggður,
en mætti verafylltari aftast á malir og upp í klofið. Afkvæmin
eru hvít, hyrnd, nema 3 lömbin kollótt, með góða ull. Ærnar
eru flestar vel gerðar um herðar, brjóst og yfirlínu og líkjast
föður að holdafari. Hrútlömbin eru tæpast hrútsefni, en