Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 450
444
BÚNAÐARRIT
H. 70-1128 sama eiganda er heimaalin, f. Kuggur 73, m.
880. Hún er hvít, hyrnd, svartdröfnótt á haus, en alhvít á ull,
með svera fætur og gleiða fótstöðu, en sigin í afturkjúkum,
sterkbyggð og holdgóð. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, nema
eldri ærin kollótt, hún góð afurðaær, en yngri ærin stritla,
hrútlambið ekki hrútsefni, en gimbrin þokkaleg til ásetnings.
70-1128 var geld gemlingur, en hefur síðan verið tvisvar
einlembd og 5 sinnum tvílembd með 6.4 í afurðastig.
70-1128 hlaut 111. verðlaun fyrir afkvæmi.
I. 70-1133 skólabúsins er heimaalin, f. Krókur 66, m. 1015.
Hún er hvít, hyrnd, dröfnótt á haus, með alhvíta og allþel-
góða ull, með sterka fætur og allgóða fótstöðu, breiða
bringu, allgóðar útlögur, jafnvaxin og sterkbyggð. Dæturnar
eru góðar mjólkurær, gimbrin gott ærefni, en hrútlambið
smálamb við fæðingu, Partur og Stertur þokkalegir I. verð-
launa hrútar. 70-1133 var mylk gemlingur og hefur síðan
verið 5 sinnum tvílembd, einu sinni þrílembd og einu sinni
einlembd, þá sædd, og er með 7.5 í afurðastig.
70-1133 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
J. 70-1125 skólabúsins á Hvanneyri er heimaalin, f. Kuggur
73, m. 795. Hún er alhvít, kollótt, með sterka fætur, jafn-
vaxin og sterkbyggð, en gróf á krossbein. Afkvæmin eru hvít,
þrjú hyrnd, hin kollótt, misjöfn að gerð, gimbrin mjög gott
ærefni, ærnar góðar mjólkurær, en misjafnar að frjósemi.
70-1125 var geld gemlingur, en síðan tvílembd, þar til í ár, og
hefur 7.7 í afurðastig.
70-1125 hlaut III. verðlaun fyrir afkvœmi.
Strandasýsla
Þar voru sýndir 14 afkvæmahópar, 9 með hrútum og 6 með
ám.
Óspakseyrarhreppur
Þar var sýnd ein ær með afkvæmum, sjá töflu 33.