Búnaðarrit - 01.01.1979, Síða 456
450
BÚNAÐARRIT
kollóttur, gulur á hnakka og fótum, ullin hvít og sæmilega
mikil. Kubbur er framúrskarandi jafnvaxinn og út-
lögugóður, með ágæt bak-, mala-, og lærahold. Afkvæmin
eru öll hvít, flest kollótt, en nokkur hyrnd. Þau hafa sæmi-
Iega vel hvíta og mikla ull, en einstaka er með gular illhærur.
Þau eru flest jafnvaxin og bakgóð, en hafa þó ekki öll náð að
erfa góð lærahold, og sum þeirra eru fullháfætt. Fullorðnu
hrútarnir eru allir ágætlega vænir og rýmismiklir, en hafa þó
tæplega náð að erfa byggingu föðurins. Lambhrútarnir eru
tæplega hrútsefni, en gimbrarlömbin snotur ærefni. Kubbur
er með afurðaeinkunnina 97 fyrir lömb og 94 fyrir dætur.
Kubbur 74-194 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
D. Prúður 73—167 Ágústar Gíslasonar, Steinstúni, er
heimaalinn, f. Spakur 138, m. Hyrna 150. Hann er hvítur,
kollóttur, ljósgulur á haus og fótum, ullin ágætlega mikil og
fremur gróf. Bolurinn er langur og síður flatar, en ágæt
holdfylling á svíra, baki, mölum og lærum og byggingin í
heild fremur gróf: Afkvæmi Prúðs^líkjast honum nokkuð,
hvað varðar bakhold og mikinn beinavöxt. FuIIorðnu syn-
irnir hlutu I. og II. verðlaun, og hrútlömbin eru hæpin hrúts-
efni. Sum gimbrarlömbin eru þokkaleg ærefni, en ekki er
komin reynsla á afurðagetu dætra. Prúður hefur einkunnina
101 fyrir lömb.
Prúður 73-167 hlaut III. verðlaun fyrir afkvœmi.
E. Spakur 74-190 Bernhards Andréssonar, Norðurfirði, er
frá L.-Ávík, f. Dóni 139, er hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi
1974, sjá 88. árg., bls. 387, m. Framtíð 221. Spakur er
hvítur, kollóttur, fölhvítur á haus og fótum. Hann er afburða
vænn og holdgóður á baki, mölum og lærum, með vel lagaða
bringu, en vantar fyllingu fyrir aftan bóga. Afkvæmin eru öll
hvít, kollótt, nema ein ær svört. Þau hafa öll góð hold á baki
og lærum og rýmismikia bringu. Tveir af fullorðnu hrútunum
fengu I. verðlaun og einn II. verðlaun betri. Dæturnar eru