Búnaðarrit - 01.01.1979, Qupperneq 457
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
451
allar vel gerðar, holdsamar og vænar og gefa afurðir nálægt
búsmeðaltali. Gimbrarlömbin eru öll góð ærefni og lamb-
hrútarnir eru þokkaleg hrútsefni. Spakur hefur einkunnina
107 fyrir lömb.
Spakur 74-190 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
F. Fífill 73-161 Þorsteins Guðmundssonar, Finnbogastöð-
um, er frá Felli í sömu sveit. Hann er hvítur, kollóttur, ígulur
á hnakka og fótum. Ullin ágætlega mikil, en heldur gróf og
vottar fyrir illhærum. Hann er rígvænn, rýmismikill og hold-
góður á baki, en lærahold í knappasta lagi, og kjúkur linar.
Afkvæmin eru öll hvít, kollótt, flest gul í andliti og á fótum,
með vel lagaða bringu og góðar útlögur, þokkaleg bakhold,
en mörg þeirra hafa fulllin læri og eru heldur fótahá. Full-
orðnu synirnir hlutu I. og II. verðlaun og hrútlömbin eru
lagleg hrútsefni. Dæturnar eru frjósamar og góðar afurðaær,
og sum gimbrarlömbin eru þokkaleg ærefni. Fífill hefur
einkunnina 104 fyrir lömb og 112 fyrir dætur.
Fífill 73-161 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
Tafla 37. Áfkvæmi áa í Ámeshreppi
1 2 3 4
A. Módir: Snoppa* 71-654, 7 v 76,0 99,0 22,0 125
Synir: Bolli, 1. v., II. v 89,0 104,0 24,0 134
1 hrútl., f. tvíl 51,0 84,0 22,0 118
Dætur: 2 ær, 3 v., tvíl 74,5 102,0 23,3 128
1 ær, 1 v., lambsgota 69,0 101,0 23,0 129
13. Móöir: Heidarkolla* 71-.310, 7 v. . 63,0 93,0 19,5 130
Synir: Hnykill, 1 v, I. v 84,0 102,0 24,5 131
2 hrútlömb 40,5 80,0 18,5 118
Dætur: 2 ær, 4 og 5 v., önnur tvíl. .. 73,5 98,5 21,5 126
C. Móðir: l'oka* 71-104, 7 v 67,0 96,0 21,0 130
Synir: Bassi, 1 v., I. v 93,0 105,0 25,0 130
1 hrútlamb, þríl 45,0 80,0 19,0 118
Dætur: 3 ær, 2—4 v., 2 tvíl 70,0 98,6 21,5 126
2 gintbrarlömb, þríl 41,5 78,5 18,5 114