Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 465
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
459
holdgott á flestum, malir vel lagaðar og fylltar, lærahoid eru
misjöfn. Karfi hlaut I. verðlaun, lambhrútarnir eru ekki góð
hrútsefni, og dæturnar frjósamar, en ekki afurðamiklar.
Fjóla er mjög frjósöm og meðalafurðaær sem tvílemba.
Fjóla 71-171 hlaul II. verðlaun fyrír afkvæmi.
C. Hnellin 74-205 sama eiganda er heimaalin, f. Soldán
71-870, m. 72-178. Hnellin er hyrnd, hvít, fölgul á haus og
fótum, lágfætt og þéttvaxin. Afkvæmin eru öll hvít, hyrnd,
flest eru þau allvel hvít. Pau eru framúrskarandi útlögumikil,
með framstæða og breiða afturbringu, breitt og sterkt hold-
fyllt bak, breiðar og holdgrónar malir og góð lærahold, ullin
er hvít og sæmilega góð. Blettur er ágætur I. verðlauna
hrútur og dæturnar allar álitlegar. Hnellin er frjósöm og góð
afurðaær.
Hnellin 74-205 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Stygga-Botna 70-117 Svandísar Hallsdóttur, Hallkels-
staðahlíð, er heimaalin, f. Grábotni 63-061, m. Grákúpa.
Ærin er hyrnd, grábotnótt, sterkbyggð og holdgóð á baki og
mölum. Afkvæmin eru hyrnd, grá, grá- og svartbotnótt. Þau
hafa flest góðar útlögur, holdgróið bak og malir og sæmileg
lærahold, eru öll lágfætt, nema fullorðni hrúturinn, sem er
fullgrófbyggður, en hlaut þó I. verðlaun. Dæturnar, sem
borið hafa, eru frjósamar og afurðagóðar, enda móðirin
alltaf tvílembd og mjög afurðahá.
Stygga-Botna 70-117 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Mósa 71-269 sama eiganda er heimaalin, f. Snillingur
68-073, m. Stóra-Botna. Ærin er hyrnd, grábotnótt, lágfætt
og vel gerð, en er farin að rýrna. Afkvæmin eru öll hyrnd,
grá, grá- og svartbotnótt. Þau eru lágfætt, þéttvaxin og
prýðilega holdfyllt á baki, mölum og í lærum. Mósi hlaut I.
verðlaun, dæturnar eru mjólkurlagnar, en ekki frjósamar,