Búnaðarrit - 01.01.1979, Side 483
S AUÐFJÁRRÆKTARFÉLÖGIN 477
móti minnstar eða 22,2 kg af kjöti eftir á. Munur á milli
hæstu og lægstu sýslna er samt minni en oft áður.
í tveimur félögum skilar hver skýrslufærð ær til jafnaðar
yfir 30 kg af kjöti. Afurðir éru mestar í Sf. Ólafsfjarðar 31,0
kg til jafnaðar eftir hverja skýrslufærða á, en næst mestar í
Sf. Djúpárhrepps 30,3 kg, en þetta eru að sjálfsögðu þau tvö
félög, sem mesta frjósemi höfðu. í Sf. Hólmavíkurhrepps
fást 29,8 kg eftir á, í Sf. Sléttunga 29,7 kg og í Sf. Kirkju-
hvammshrepps 29,2 kg. Lægstar eru afurðir í Sf. Geithella-
hrepps, þar sem aðeins fást 17,8 kg til jafnaðar eftir á, í Sf.
Dalur, Laugardal 18,0 kg og í Sf. Staðarsveitar 18,2 kg.
í töflu 3 er skrá yfir 46 félagsmenn, sem náðu því marki að
framleiða 30 kg af dilkakjöti eða meira eftir hverja skýrslu-
færða á. Þetta eru 4,6% skýrsluhaldara, sem er hlutfallslega
mun lægri tala en árið áður, þegar 6,8% náðu þessu marki.
Hér ræður breytt vigtunaraðferð efalítið miklu um þessa
fækkun. Aftur á móti eru 210 skýrsluhaldarar, sem eiga 100
skýrslufærðar ær eða fleiri, sem ná því marki að framleiða
yfir 25 kg af kjöti til jafnaðar eftir á, sem sýnir, að verulegur
fjöldi bænda hefur náð góðum tökum á framleiðslunni. Efst-
ur á þessum lista í ár er Jón Jónsson á Eyjanesi í Sf. Stað-
arhrepps. Hann hefur 15 ær skýrslufærðar, sem aðeins mun
lítill hluti ærstofns hans, en þær skila til jafnaðar 207 lömb-
um til nytja miðað við 100 ær og reiknað meðaltal er 42,7 kg
af kjöti eftir ána. Þó að þetta sé úrval úr stofni eru þetta
fádæma afurðir, sem sýna bezt hina geysilegu afurðagetu
íslenzku sauðkindarinnar. Þetta munu hæstu afurðir í
skýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar frá upphafi. Af fjár-
eigendum með margar skýrslufærðar ær eru hæstir Haf-
steinn og Sæmundur í Ytra-ValIhoIti í Seyluhreppi. Þeir hafa
á skýrslu 209 ær, sem skila af fjalli 171 lambi eftir hverjar
100 ær og reiknaður meðalkjötþungi á skýrslufærða á er
33,0 kg.
V. Gœðamat falla. Gæðamat er skráð á samtals 166.219
föllum. Af þeim fara 94% í I. gæðaflokk, 5% í II. gæðaflokk
31