Búnaðarrit - 01.01.1979, Blaðsíða 496
490
HÚNAÐARRIT
Árskógsstrandar 181 kg, Nf. Saurbæjarhrepps 180 kg, Nf.
Fljótsdalshéraðs 179 kg, Nf. Hrafnagilshrepps 178 kg, Bf.
Reykdæla og Nf. A.-Skaftfellinga 175 kg, Bf. Arn-
arneshrepps 174 kg og Bf. Svarfdæla 171 kg. Meðal þessara
félaga eru tvö hin stærstu í landinu, ef miðað er við kúaeign,
þ. e. Nf. Öngulsstaðahrepps og Bf. Svarfdæla.
Félög, sem náðu 4 000 kg meðalnyt eftir árskú og höfðu
innan sinna vébanda a. m. k. 8 bú, þer sem skýrslur voru
haldnar, voru 12. Eins og að líkum lætur, eru þau flest hin
sömu og höfðu 170 kg mjólkuríitu á kú, þ. e. Bf. Öxndæla
4 529 kg, Nf. Skútustaðahrepps 4 474 kg, Nf. Skriðuhrepps
4 341 kg, Bf. Reykdæla 4 196kg,Nf. A.-Skaftfellinga4 164
kg, Nf. Hálshrepps 4 161 kg, Nf. Fljótsdalshéraðs 4 158 kg,
Nf. Saurbæjarhrepps 4 110 kg, Nf. Hrafnagilshrepps 4 062
kg, Bf. Aðaldæla 4 056 kg, Nf. öngulsstaðahrepps 4 022 kg
og Nf. Árskógsstrandar 4 021 kg.
Eins og að undanförnu eru mörg smá félög í Skagafirði og
að vísu nokkur í S.-Fingeyjarsýslu og víðar, sem eru með
samsvarandi afurðir og hér hafa verið nefndar, en er nú
sleppt að geta sérstaklega. Enn er því svo, að meðalnyt á
svæðinu frá Skagafirði austur um til Hornafjarðar er talsvert
hærri en sunnanlands og vestan eða um 450 kg á árskú.
Félög, sem höfðu yfir 400 kýr á skrá, voru nú 20, þar með
talin þau, sem ná yfir heil búnaðarsambönd. Af þeim, sem
náðu yfir einn hrepp, voru þessi 9 félög með skýrslur yfir 600
kýr hvert: Nf. öngulsstaðahrepps 998, Bf. Svarfdæla 853
(947, ef Dalvík væri með talin, eins og verið hefur til þessa),
Nf. Hrunamanna 832, Nf. Hraungerðishrepps (ásamt
Laugardælabúi) 724, Nf. Biskupstungna 697, Nf. Hrafna-
gilshrepps 696, Bf. Svalbarðsstrandar 690, Nf. Saurbæjar-
hrepps í Eyjafirði 627 og Nf. Gnúpverja 611.
í töflu II sést, hver þátttakan í starfseminni var á hverju
sambandssvæði ásamt kúaeign, meðalbústærð, meðalafurð-
um og kjamfóðurgjöf.
Eins og áður eru flest bú í Eyjafirði, kúaeignin mest svo og