Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 506
500
BÚNAÐARRIT
vert, að á 6 af þessum stóru búum er meðalnyt árskúa yfir
5 000 kg. Efst þeirra er bú Trausta Pálssonar, Laufskálum í
Hólahreppi, þar sem 28,0 árskýr mjólkuðu 5 410 kg að
meðaltali, og er það jafnframt 2. hæsta búið í töflunni allri.
Næst í þessum flokki er félagsbúið í Garðsvík á Svalbarðs-
strönd með 5 174 kg eftir 31,2 árskýr og hið þriðja félagsbúið í
Árnesi í Aðaldal með 5 082 kg eftir 43,7 árskýr. Kunn bú fyrir
háarafurðirfylgjaþaráeftir.Stærstabúiðíþessumflokki erbú
Hauks Halldórssonar í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd
með 87,5 árskýr og 4 210 kg meðalnyt, og næst stærst eru
félagsbúið í Holtsseli í Hrafnagilshreppi með 67,3 árskýr og
4 388 kg meðalnyt, og bú Friðriks Friðbjömssonar,
Gautsstöðum II á Svalbarðsströnd, með 63,1 árskýr og 4 161
kg meðalnyt.
í næsta flokki eru bú með 20—25 árskýr. Eru þau 47, en
voru 29 árið áður. Þar er hæst þriðja árið í röð bú Ólafar
Þórsdóttur á Bakka í öxnadal með 5 205 kg meðalnyt 24,9
árskúa. Er þetta bú löngu landsþekkt fyrir mikla kynbótagripi
og háar afurðir.
í þriðja flokknum eru bú með 15—20 árskýr, og eru þau
60 nú, en voru 50 árið á undan. Efst þeirra er bú Sverris
Magnússonar, Efri-Ási í Hólahreppi með 5 489 kg meðal-
nyt 16,0 árskúa, og er það jafnframt það bú, sem var með
hæsta meðalnyt á landinu öllu. Næst þar í röðinni og hið
fjórða hæsta á landinu er bú Kristjáns B. Péturssonar á
Ytri-Reistará í Amarneshreppi. Þar mjólkuðu 15,8 árskýr
5 322 kg að meðaltali.
Loks em bú með 10—15 árskýr. Eru þau nú 58, einu fleira
en 1977. Par er efst og jafnframt hið þriðja hæsta á landinu
félagsbúið í Baldursheimi í Mývatnssveit. Árskýr vom þar
13,7 og meðalnyt þeirra 5 362 kg.
Smærri bú eru ekki talin í töflu III, þótt meðalnyt væri yfir
4 000 kg, en þau vom 44 talsins, þar af 33 með 5,0—9,9
árskýr og 11 með færri en 5 árskýr.
Annáð árið í röð var tekið saman, hverjar meðalafurðir